Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÞórdís Aðalsteinsdóttir 1975-
VerkheitiSjálfsmynd og kyrralíf
Ártal2010

GreinMálaralist, Málaralist - Akrýlmálverk
Stærð91,5 x 91,5 x 5 cm
EfnisinntakKona, Kyrralífsmynd, Sjálfsmynd

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9067
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Listaverkasjóður Amalie Engilberts

EfniAkrýllitur, Strigi
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturMyndstef , Þórdís Aðalsteinsdóttir 1975-

Sýningartexti

Málverk Þórdísar Aðalsteinsdóttur birta frásagnir af persónum hversdagsins, oftast innan veggja heimilisins. Sviðsetningin er knöpp og sjónarhornið óvænt og áhorfandinn fær jafnvel tilfinningu fyrir því að hann komi að óvörum og sé að gægjast inn í persónulegt rými. Í verkunum má oft greina tilfinningalegan undirtón, einmanaleika, stundum óhugnað, duld eða langanir, en líka kómíska og glettna sýn á mannlegt atferli. Þannig skapast í verkunum einstök stemning sem er í senn kunnugleg og framandi, jafnvel súrrealísk. Málverkið Sjálfsmynd og kyrralíf sýnir konu sem stendur við borð með köflóttum dúk. Á borðinu er vínflaska, blóm og ávextir. Rýmið í myndinni er flatt út eins og gjarnan í málverkum Þórdísar. Það er í raun skapað með köflótta dúknum sem myndar stóran flöt fyrir miðri myndinni og skærir litirnir fanga athyglina. Hvers konar mynstur eru einmitt einkennandi fyrir málverk Þórdísar sem hún málar gjarnan af nákvæmni. Borðið rís eins og fjall fyrir miðri myndinni en flaskan og blómin á borðinu eru eins og klippt inn í hana. Konan stendur hreyfingarlaus við borðið og rennir augum til flöskunnar. Hún er máluð með skýrt afmörkuðum flötum en rauður bakgrunnurinn er málaður með tjáningarríkum blæbrigðum sem gæti táknað tilfinningalega togstreitu.  

 

 Þórdís Aðalsteinsdóttir shows us everyday people, often within the walls of the home. With a concise mis-en-scene and an unusual perspective, the viewer can feel like she has been given a view into a private space, surprising an unaware subject. Emotional undercurrents are often discerned in Þórdís’ work, which can evoke a sense of loneliness and even dread, as well as secrets and desires. There is also a comical depiction of everyday human activity. This creates a unique atmosphere of something that is both familiar and strange, sometimes even surreal. Self-Portrait with Still Life shows a woman standing by a table with a checkered tablecloth. There is a bottle of wine, flowers and fruit on the table. As is often the case in Þórdís’ work, the space is flattened and, in a way, created by the checkered tablecloth covering a large area in the centre and capturing the eye with its bright colours. Patterns, like that found in the tablecloth, are common in Þórdís’ paintings and are often rendered in great detail. The table rises from the field like a mountain, and the bottle and flowers are like pieces of a collage pasted on top. The woman stands motionless by the table with her eyes on the bottle. She is painted with precisely demarcated fields, while the red in the background is done in expressive, nuanced strokes, suggesting emotional turmoil.  


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.