Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiHattur

StaðurLindargata 7
ByggðaheitiSkuggahverfi
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiKolbrún Kjarval 1945-
NotandiJóhannes Kjarval 1885-1972

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2016-234
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð36 x 32 x 24 cm
EfniFlóki
TækniTækni,Hattagerð

Lýsing

Til vinstri: Ljósbrúnn herrahattur. Merktur: "Superior quality CAPS, The Failsworth Hat, LONDON." Málningarblettir í mörgum litum í fóðri, kolli, borða og utan og innan á barði. Leðurborði mikið laus og á honum er saumspretta. Borði á barði mikið slitinn, lítið gat í slafu. Var í eigu Jóhannesar S. Kjarval listmálara. 

Í miðjunni: Svartur herrahattur (efst á mynd). Merktur: "Moores, London, MADE IN ENGLAND, SPECIALLY MADE FOR, Geysir HIF, Reykjavik." Litlir, grænir, bláir og brúnir málningarblettir í fóðri. Hvít, mjó rönd á borða. Saumspretta í slaufu. Var í eigu Jóhannesar S. Kjarval, listmálara.

Til hægri: Brúnn herrahattur. Merktur: "Albertini 1870, Intra - Italia, Specially made for Geysir h.f., REYKJAVIK." Mikil málning í fóðri, aðallega blá og græn. Málningarblettir á barði og kolli. Gyllt málningarrönd nálægt slaufu á borða. Saumspretta í leðurborða. Var í eigu Jóhannesar S. Kjarval, listmálara.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.