LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHnífur

StaðurDyrhólar
ByggðaheitiMýrdalur
Sveitarfélag 1950Dyrhólahreppur
Núv. sveitarfélagMýrdalshreppur
SýslaV-Skaftafellsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerD-85
AðalskráMunur
UndirskráDyrhólar
EfniJárn
FinnandiÞórður Tómasson

Lýsing

1) Nánast heill nema bláoddur blaðs brotinn af. Bak er beint frá tanga en sveigist mjúklega niður að oddi um mitt bak. Endi tanga sveigist líka niður í endann. Hnífsblað er í beinni ákveðinni línu niður aftur fyrir mitt blað en sveigist svo upp í tanga. Tangi hefur flatt ferningslaga snið 0,4-0,7 cm. Mesta breidd blaðs er 1,6 cm. Blað (9,8 cm) er eilítið lengra en tangi. Bakki er óvenju þunnur. 

2) Brotinn hnífur, tangi virðist hafa þríhyrningslaga snið og sveigist blað niður á við frá tanga. Ryðbrunninn L:7,3 cm


Heimildir

Þórður Tómasson. 2008. „Minjar rísa úr moldum.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2006-2007, 47-92.

Þetta aðfang er í Skógasafni. Heildarfjöldi gripa í safninu er um 15.000. Um 10.000 gripir hafa verið skráðir í Sarp sem er um 70% safnkostsins. Um er að ræða fullnaðar-skráningu án mynda og upplýsinga um geymslustað. Jafnframt er ætlunin að skrá geymslustað og ljósmynda gripi og setja inn í Sarp. Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins. Um 5.000 ljósmyndir hafa verið handskráðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.