Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurJúlíana Sveinsdóttir 1889-1966
VerkheitiFrá Vestmannaeyjum (Elliðaey)
Ártal1946

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð82 x 90 cm
EfnisinntakEyja, Sjór
StaðurElliðaey
Annað staðarheitiEllirey, Erlindsey

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-778
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturJúlíana Sveinsdóttir-Erfingjar 1889-1966, Myndstef

Sýningartexti

Júlíana Sveinsdóttir er einn af brautryðjendum íslenskrar málaralistar og ein af fyrstu konunum hér á landi sem gerði þá list að lífsstarfi sínu. Auk þess var hún mikilvirkur listvefari og vel metinn frumkvöðull á því sviði. Fyrir verk sín hlaut Júlíana meðal annars heiðursverðlaun Eckersbergs árið 1947. Verðlaunin fékk hún fyrir verkið Frá Vestmannaeyjum (Elliðaey) sem hún málaði árið 1946. Í Vestmannaeyjum voru það fyrst og fremst klettarnir, svart fjörugrjótið og hafið sem veittu Júlíönu innblástur. Að hennar eigin sögn voru það þó ekki bara klettar og fjöll sem hún leitaðist við að sýna í málverkum sínum, heldur fann hún í kviku hafsins samhljóm með eigin lífsbaráttu og striti annarra. Upp úr 1930 má greina mikið umbrotaskeið í list Júlíönu og í kjölfarið fór hún að huga meira að samhljómi ljóss og lita og túlkun hennar varð mun ljóðrænni en áður. Það er einmitt þessi sterka ljóðræna tilfinning sem skapar Júlíönu sérstöðu í íslenskri landslagslist.

 

Júlíana Sveinsdóttir was among the pioneers of Icelandic painting, and one of the first Icelandic women to make a career in art. In addition she was a prolific weaver, and a renowned innovator in that field. Awards which Júlíana received for her work include the Eckersberg Medal for From the Westman Islands (Elliðaey island), painted in 1946. In the Westman Islands, Júlíana found inspiration mainly in the cliffs, the black rocks on the shore and the sea. She said, however, that she did not only seek to portray rocks and mountains in her paintings: in the heart of the ocean she found something that echoed her own struggles in life, and those of others. Around 1930 Júlíana’s art displays a period of upheaval, which led her to focus more on the harmony of light and colour, and her interpretations grew far more lyrical than before. It is precisely this powerful lyricism which sets Júlíana apart in Icelandic landscape tradition.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.