Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurHildur Hákonardóttir 1938-
VerkheitiFiskikonurnar
Ártal1971

GreinTextíllist, Textíllist - Myndvefnaður
Stærð150 x 101 cm
EfnisinntakFiskverkafólk, Fiskverkun

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-4058
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniUll
Aðferð Vefnaður
HöfundarétturHildur Hákonardóttir 1938-, Myndstef

Sýningartexti

Sem ung kona heillaðist Hildur Hákonardóttir mjög af kröftugum fiskverkakonum Jóhannesar Kjarval í Landsbankanum við Austurstræti og þangað sótti hún meðal annars innblástur þegar hún túlkaði strit og kúgun fiskverkakvenna. Til að draga fram hinar raunverulegu manneskjur studdist Hildur einnig við eigin teikningar af fiskverkakonum samtímans við færibandið í stóru frystihúsi og þar sá hún hinn yfirgnæfandi verkstjóra sem reynist punkturinn yfir i-ið í myndbyggingu verksins ekki síður en innihaldi. Verkstjórinn í sínum verndaða heimi, ímynd drottnandi auðvalds og karlaveldis, gnæfir hér yfir fiskverkakonunum sem vinna baki brotnu. Einföld myndskipan og markviss litanotkun sýnir vel hópsál kvennanna og dregur fram yfirburðastöðu karlmannsins. Hildur Hákonardóttir er einn af brautryðjendum textíllistar á Íslandi og var framarlega í flokki þeirra sem nýttu myndlistina til að vekja fólk til umhugsunar, til dæmis um stöðu kvenna og pólitísk hitamál. Með verkum sínum sló Hildur Hákonardóttir nýjan tón í íslenskri myndlist og vakti hún athygli fyrir það hve vel henni tókst með nýstárlegum hætti að endurspegla hræringar í þjóðfélaginu og láta í ljós skoðanir sínar.

 

As a young woman Hildur Hákonardóttir was impressed by the vigorous women fish workers depicted by Jóhannes Kjarval in murals in the Landsbanki bank in downtown Reykjavík, and that was one of her sources of inspiration for her portrayal of the labour and oppression of women in fish factories. She also worked from her own sketches of modern-day women fish workers at a production line in a large freezing plant – where she saw the foreman looming over the workers, who would constitute the finishing touch in the composition, as well as in the message of the work. The foreman, in his own stronghold, the image of authority and patriarchy, holds sway over the toiling women. The simple composition and focussed use of colour effectively express the collective character of the woman, and the man’s powerful position. Hildur Hákonardóttir, a pioneer of textile art in Iceland, was a leader of the group who used their art to make people think, for instance about the status of women and other political issues. With her art Hildur added a new voice to Icelandic art; and she gained attention for her innovative approach to reflecting social upheaval and expressing her own views.


Heimildir

Hildur Hákonardóttir, yfrlitssýning á Kjarvalsstöðum 14.2.-12.3.2023. útgáfa


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.