LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurErla Þórarinsdóttir 1955-
VerkheitiTriptych; anima, animus & hietos gamos
Ártal2002

GreinTextíllist, Textíllist - Blönduð tækni
Stærð196 x 160 cm
EfnisinntakKona

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8861
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniSatín
Aðferð Textíltækni
HöfundarétturErla Þórarinsdóttir 1955-, Myndstef

Lýsing

Þrjár ljósmyndir yfirfærðar á satínrenning.


Sýningartexti

Titill þrístæðu Erlu Þórarinsdóttur er útlegging á hugtökum úr latínu, anima, merkir kvenlægt hjá karli og animus  merkir karllægt hjá konu, hietos gamus er heilagt brúðkaup eða algjör sameining. Þessar bláu myndir sýna líkama kvenmanns og karlmanns fléttast saman í eitt form. Karlmaðurinn sem kvenmaður og kvenmaður sem karlmaður sem síðan sameinast í eitt eða heila manneskju. Orðin má tengja mótun sjálfsmyndar einstaklingsins og þroskasögu. Á fyrstu sýningu verkanna í Svíþjóð á Alma- Löv safninu voru þau lárétt ofan í kojum og þurfti að príla upp stiga til að sjá þau. Á myndunum er blámálað fólk sem hún tók slides-myndir af á gamla Olympus-vél. Myndirnar voru síðan yfirfærðar í stafrænt form í tölvu og prentaðar á efnið hjá Samskiptum h.f. Erla er þekktust fyrir óhlutbundin málverk sem byggja á táknmerkingu lita og forma en hér vísar hún til listasögunnar og ber gildishlaðið blátt Ives Klein litaduft (IKB) á mannslíkama og ljósmyndar. Þrískipting verksins ásamt myndefninu, vekur tilfinningu fyrir heilandi eða heilögu atferli, sem mætti kalla helgileik.

The title of Erla Þórarinsdóttir’s triptych derives from concepts in Latin: anima, in Jungian psychology, signifies femininity in the male, while animus means masculinity in the female. Hietos gamus is the sacred marriage of a god and goddess, or absolute union. The blue images depict a male and a female body becoming united into one: the man as woman, and woman as man, who then combine into one complete person. The words may be related to the evolution of the individual’s identity and their development. When first exhibited, at the Alma Löv Museum of Unexpected Art in Sweden, the images were displayed horizontally in bunk beds, and visitors had to climb up in order to see them. The images are of people painted blue, photographed by the artist on an old Olympus camera. They were then transferred into digital form, and printed on satin by Samskipti Ltd. Erla is best known for her abstract paintings, exploring the symbolism of colours and shapes, but here she evokes art history, applying a powder of iconic Ives Klein Blue (IKB) on the human body, and photographs it. The division of the piece into three parts, together with the theme, creates the impression of a healing or holy ritual, which may be seen as a morality play. RP


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.