Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurTumi Magnússon 1957-
VerkheitiFjölskyldumynd
Ártal2000

GreinNýir miðlar - Tölvuprent

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9078
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

Aðferð Tölvuprent
HöfundarétturMyndstef , Tumi Magnússon 1957-

Sýningartexti

Líkamleg afstaða og sjónarhorn liggja til grundvallar verki Tuma Fjölskylduportrett frá árinu 2000 en í verkinu má sjá ljósmyndir af nefi listamannsins, munni eiginkonu hans, eyra sonar þeirra og auga dóttur þeirra, sem búið er að stækka upp og teygja. Stærðir ljósmyndanna taka mið af arkitektúr á hverjum sýningarstað, og sama á við um verkið í safnbyggingu Listasafns Íslands. Á löngum ferli hefur Tumi unnið með flestalla miðla myndlistarinnar. Framan af kannaði hann þanþol málverksins og þróuðust verk hans frá málverkinu yfir í ljósmyndaverk, vídeó- og hljóðinnsetningar. Líkt og með smásjá þess sem þekkir tengsl hins ofursmáa við stóru myndina skoðar hann umhverfi sitt af nákvæmni og notar m.a. til þess breytingamöguleika myndvinnsluforrita og kannar þannig það sem mannsaugað sér ekki ella.

Tumi’s Family Portrait from 2000 is grounded in a physical angle and perspective: the work consists of portraits of the artist’s nose, his wife’s mouth, their son’s ear and their daughter’s eye, which are enlarged and distorted. The size of the photographs is determined by the architecture of each exhibition space, and the same applies to the work in the National Gallery of Iceland building. In his long career, Tumi has worked in most artistic media. Initially he tested the limits of the painting, and his works evolved from painting into photographic works, videos and audio installations. As with a microscope used by one who understands the relationship of the miniscule with the big picture, he scrutinises his surroundings in detail, employing, for instance, the potential of image-manipulation programs to explore that which is not otherwise visible to the human eye. RP


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.