LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSteina 1940-
VerkheitiBókfell

GreinNýir miðlar - Vídeóverk
Tímalengd00:12:

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9049
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniVídeó
HöfundarétturMyndstef , Steina 1940-

Lýsing

Bókfell eftir Steinu

Sérsýning 18.4.2015 – 4.4.2016

Samstarfsverkefni Vasulka-stofu, Listasafns Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Í febrúar 2014 dvaldi Steina um mánaðar skeið á Íslandi og vann að hugmynd um rafrænt verk í samvinnu við Vasulka-stofu, Listasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún fékk aðgang að handritunum í Árnastofnun og þannig birtist ný hlið á höfundarverki hennar þar sem fornsögunum, okkar dýrmæta menningararfi, er búin nýstárleg umgjörð í formi rafræns listaverks. Í verkið valdi Steina ýmis handrit sem hún skeytti saman með hugvitssamlegum hætti þannig að þau líða áfram og vindast, snúast, umhverfast og bólgna út líkt og bóluþang í straumröst. Í fyrsta sinn verður ritlistin og blekteikningin Steinu að viðfangsefni þegar blóðrauðir höfuðstafir og mölétnar myndir renna fyrir augum áhorfandans í hægfljótandi sístreymi.

Steina (fædd Steinunn Briem Bjarnadóttir árið 1940) er íslenskur vídeólistamaður, fædd í Reykjavík og lærð í klassískum fiðluleik. Árið 1959 fékk hún styrk til framhaldsnáms í Prag þar sem hún kynntist væntanlegum eiginmanni sínum, Tékkanum Woody (Bohuslav) Vasulka en hann er menntaður verkfræðingur og kvikmyndagerðarmaður. Steina og Woody fluttust til New York árið 1965 og gerðust þar brautryðjendur í vídeólist, meðal annars með margmiðlunarsalnum The Kitchen sem þau stofnuðu árið 1971. Árið 1973 þáðu þau stöðu við eina af fyrstu margmiðlunardeildum heims, við Ríkisháskóla New York-fylkis í Buffalo. Árið 1980 fluttust þau til Santa Fe í Nýju-Mexíkó.

Bókfell er merkilegur áfangi í list Steinu, sem hingað til hefur einbeitt sér að náttúru Íslands og náttúru samfélagsins, meðal annars í japönsku verkunum, uppistöðu Tokyo Four, frá 1991, þar sem menningin í Landi hinnar rísandi sólar var krufin með allnærgöngulum hætti undir hrynjandi sem minnir óneitanlega á kaflaskiptingu í kammertónverki. Reyndar hefur oft verið sagt um verk Steinu að tónlistin sé aldrei langt undan en í Bókfelli bregður svo við að tónlistin þokar og lætur undan síga fyrir grafískum áhrifum handritanna.

Það er þó óramargt sem minnir á tónræna hrynjandi í því streymi handritamyndanna sem minnir að mörgu leyti á nótnaskrif og jafnvel enn meir á hljóðstyrkssveiflur sem þenjast út og dragast saman um leið og þær líða frá hægri til vinstri. Það er eins og mikil saga líði hjá með hátindum sínum og lægðum, rétt eins og saga heillar þjóðar færð á bók, sem spannar bæði atburðaríka frásögn og átakalitla millikafla. Litur handritanna og letur hefur yfirbragð hörunds sem er sært eða sviðið, stungið ótal götum svo úr blæðir. Steinu tekst að draga fram það sem undir liggur, undarleg og óskiljanleg örlög þar sem framvindan er oftar en ekki illmennum í hag. Rétt eins og látlaus rödd sem fetar sig eftir frásögninni bregður Bókfell ljósi á harmleikinn sem býr að baki þessum miklu bókmenntum. Það er ekki hrópað eða kallað, öskrað eða emjað, heldur sagt frá með jöfnum og ákveðnum áherslum.

Þakkir fær Rob Shaw. 
Lengd verks: 12,31 mínútur.

Hægt er að sjá fleiri verk eftir Steinu í Vasulka-stofu í Listasafni Íslands, sem og á vef safnsins: www.listasafn.is

Í sérsýningarými Safnahússins skiptast á sýningar á vegum þeirra sex samstarfsstofnana sem standa að sýningunni Sjónarhorn. Sérsýningar standa til eins árs í senn og endurspegla áherslur og rannsóknir viðkomandi stofnana.

Pergament by Steina Vasulka.

A collaborative project of the Vasulka Chamber, the National Gallery of Iceland and the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies

In February 2014 Steina spent about a month in Iceland working on a concept for an electronic piece in collaboration with the Vasulka Chamber, the National Gallery of Iceland and the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. She was given access to the old Icelandic manuscripts in the Institute’s collection, and thus an entirely new side of her work is seen: the sagas, priceless treasures of Iceland’s cultural heritage, are presented in an innovative setting in the form of an electronic work of art. 
Steina selected a number of manuscripts for her work, and inventively spliced them together so that they flow onwards, twisting and turning and swelling like seaweed caught up in an ocean current. For the first time, literary art and ink-drawings become Steina’s theme, as blood-red capital letters and moth-eaten illuminations float by in a slow, constantly-flowing stream.


Steina (born Steinunn Briem Bjarnadóttir, 1940) is an Icelandic video artist. Born in Reykjavík, she trained as a classical violinist. In 1959 she received a grant for further study in Prague, where she met her future husband Woody (Bohuslav) Vasulka, a Czech engineer and filmmaker. In 1965 Steina and Woody moved to New York, where they became pioneers of video art, for instance via their multimedia centre The Kitchen, which they founded in 1971. 
In 1973 they joined the faculty of one of the world’s first multimedia departments, at the State University of New York in Buffalo, and in 1980 they moved to Santa Fe in New Mexico.

Pergament marks an important departure in Steina’s art, as hitherto she has focussed on Icelandic nature and the nature of society – for instance in the Japanese works which would form Tokyo Four (1991), in which she analysed the culture in the Land of the Rising Sun in a quite importunate manner, accompanied by a rhythm reminiscent of the movements of a piece of chamber music. It has often been said of Steina’s works that music is never far away; but in Pergament she departs from that rule, and music gives way to the graphic impact of the manuscripts. 
There is, however, much in the flow of manuscript images that is reminiscent of music – recalling musical notation or, perhaps even more strongly, the tapered dynamic signs for crescendo and diminuendo leading left to right across the page. It is as if an epic tale is being told, with its ups and downs – like the history of a nation in book form, that spans both thrilling peaks and uneventful interludes. The texture of the manuscripts and their writing resembles skin which has been wounded or scorched, rent with innumerable bleeding wounds. Steina succeeds in bringing out what lies beneath – strange and incomprehensible destinies, where the bad guy is often the winner. Like the matter-of-fact voice in which the Icelandic sagas are recounted, Pergament sheds light on the tragedies behind this great literature. There is no shouting or screaming, no weeping or wailing: the story is told in an even, steady tone.

Thanks to Rob Shaw. 
Duration of work: 12.31 minutes.

More works by Steina can be seen at the Vasulka Chamber at the National Gallery of Iceland, and on the Gallery website: www.listasafn.is

The six collaborating institutions of the Points of View exhibition will take turns using the special exhibition space of the Culture House. Each special exhibition will be open for a year at a time and should reflect the emphasis and research of that particular institution.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.