Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSteina 1940-
VerkheitiOf the North
Ártal2001

GreinNýir miðlar - Innsetningar

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8075
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniVídeó
HöfundarétturMyndstef , Steina 1940-

Lýsing

Töluvstýrt myndband / innsetning (computer processed video /Installation). Margskipt myndbandsverk hringlaga verka varpað vegg sem endurvarpasta á glansandi svartan dúk á gólfi sýningarsalarins. 


Sýningartexti

 Á sjöunda áratug síðustu aldar opnaði það nýjar víddir í heimi sjónlista að geta tekið upp hljóð og mynd í rauntíma og voru Steina og eiginmaður hennar, Woody Vasulka, meðal frumkvöðla á því sviði. Þau unnu saman að margs konar rannsóknum er tengdust vídeólist og beislun rafrænna boða og síðar stafrænna. Þau þróuðu einnig tæki og tækni sem miðaði að því að skapa áhugaverð verk þar sem ekkert var slegið af listrænum kröfum. Þetta samtal þeirra við tæki og tól varð einkar áhugavert og gefandi þar sem menntun Steinu í tónlist og tækniþekking Woodys naut sín.

Verkið Of the North vann Steina upp úr safni sínu af vídeóupptökum, mestmegnis af náttúru Íslands, yfirborðinu eða því sem skoða má í smásjá. Hér má sjá örverur jafnt sem brim hafsins og bráðnandi ís, berghrun ásamt margs konar náttúrufyrirbærum sem snerta jarðmyndun og niðurbrot á plánetunni okkar. Verkið vísar jafnframt út í geiminn þar sem sjá má hnattlaga vörpun snúast um ímyndaðan ás í seiðandi takti. Hreyfitakturinn og orkan geta leitt huga áhorfandans í margar áttir, hvort heldur er að stórbrotinni fegurð eða jarðbundnum hugleiðingum um viðkvæma náttúru og forgengileika jarðarinnar.

 

In the 1960s the possibility of recording sound and video in real time opened up new dimensions in the world of visual arts. Steina and her husband Woody were pioneers in the field. They collaborated on a range of research into video art and the harnessing of electronic (and later digital) pulses. They also developed new technology and tools used to create interesting works of uncompromising artistic rigour. Their dialogue with technology became very interesting and rewarding, benefiting from Steina’s background in music and Woody’s technical expertise. 

Of the North is created from Steina’s archive of video recordings, mostly of Icelandic nature – either the surface of the earth, or under a microscope. Here you can see microbes, as well as crashing waves and melting ice, landslides and an array of natural phenomena relating to the geological formation and destruction of our planet. The work also reaches out into space, with spherical objects rotating around an imaginary axis in a hypnotic rhythm. The beat and energy evoke imagery that may lead the observer’s thoughts in many directions – whether to magnificent beauty, or more down-to-earth musings on the vulnerability of nature and the impermanence of the earth.

 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.