LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiJakkaföt

LandÍsland

Hlutinn gerðiFataverksmiðjan Gefjun
GefandiHjálparstarf kirkjunnar

Nánari upplýsingar

Númer2016-9
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
EfniUllarefni

Lýsing

Jakkaföt karlmanns (jakki, vesti og buxur) úr brúnyrjóttu ullarefni, framleidd af Fataverksmiðjunni Gefjun á Akureyri. Buxurnar eru með rennilás, tveimur krækjum í mittið og með vösum bæði að framan- og aftanverðu. Vestið er með fjórum vösum og því er hneppt með fimm tölum. Jakkinn er með tveimur stórum vösum og einum brjóstvasa, auk tveggja brjóstvasa að innanverðu. Honum er hneppt með tveimur tölum. Við annan innanávasann er saumaður miði: TERRA fyrir HERRA Fataverksmiðjan Gefjun. Á öðrum litlum miða að innanverðu má sjá að fötin eru númer 156. Jakkafötin voru gefin til Hjálparstarfs kirkjunnar snemma árs 2016 en ekki er vitað hvaðan þau bárust. Þau eru í mjög góðu ástandi og virðast lítið sem ekkert notuð.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana