LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiHnífur
Ártal1941

LandÍsland

GefandiMagnús Snæbjörnsson 1958-
NotandiSnæbjörn Pálsson 1924-2015

Nánari upplýsingar

Númer2016-33-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð20 cm
EfniMálmur

Lýsing

 Tveir borðhnífar (mathnífar), samstæðir, sem notaðir voru af breska hernum þegar hann var hér á Reykjavíkurflugvelli. Á skafti hnífanna er stimpill: kóróna, krans og RAF, sem er merki konunglegu bresku herflugsveitanna (Royal Air Force). Á bakhlið skaftanna er stimpill framleiðanda og framleiðsluártalið: LEWIS ROSE & CO Ltd 1941. Hnífarnir eru nokkuð rispaðir og bera með sér að hafa all mikið verið notaðir en eru þó í góðu ástandi.

Gripirnir nr. Þjms. 2016-33 eru allir úr fórum Snæbjörns Pálssonar, en hann var faðir gefanda. Snæbjörn eignaðist gripina í tengslum við störf sín á Reykjavíkurflugvelli. Þar vann hann allan sinn starfsferil, við hin ýmsu störf. Hann hóf störf þar í Bretavinnunni upp úr 1940 og síðast vann hann sem slökkviliðsmaður á flugvellinum, frá 1965 til 1992. Snæbjörn var mjög fróður um sögu flugvallarins og hann kom að stofnun Loftleiða árið 1944.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana