Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Ólafur Oddsson 1880-1936
MyndefniBerjatínsla, Göngustafur, Hattur, Maður, Sekkur
Nafn/Nöfn á myndGuðmundur Dúllari Árnason 1833-1912
Ártal1890-1910

StaðurTunga
Sveitarfélag 1950Hvolhreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing eystra
SýslaRangárvallasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerMRL-19
AðalskráMynd
UndirskráMannamyndasafn
Stærð15 x 10 cm
GerðSvart/hvít pósitíf - Brúntónað

Lýsing

Guðmundur Árnason 7. júlí 1833 - 20. apríl 1913. Var á Vestri-Klasbarða, Sigluvíkursókn, Rang. 1835. Var í Reykjavík 1910. Þekktur maður á sinni tíð undir nafninu ,,Gvendur dúllari„.

Hann ólst upp í Tungu í Vestur-Landeyjahreppi en hann missti foreldra sína ungur. Sagt er að hann hafi fengið taugaveiki og heilabólgu, sem varð til þess að hann missti allt vit um skeið, og mun aldrei hafa orðið samur.

Guðmundur er frægur af viðurnefni sínu, Gvendur dúllari, en það vísar til eins konar söngs sem hann iðkaði. Bar hann sig jafnan þannig að við dúllið að hann studdi öðrum olnboganum við fram á borð og hafði einhvern lepp undir honum. Síðan dillaði hann enda litla fingurs eða vísifingurs í hlustinni á meðan hann dúllaði lagið, en það gerði hann með því að velta tungubroddinum upp og niður við efri góminn, svo að fram kom dillandi hljóð í margs konar tilbrigðum og öllum tónhæðum. Oftast dúllaði hann sálmalög og höfðu margir gaman af þessari skemmtun, sem stundum var auglýst opinberlega. Guðmundi var þó fleira til lista lagt, t.d. líkti hann eftir tóni presta, kvað rímur og orti stemmur.

Þetta aðfang er í Skógasafni. Heildarfjöldi gripa í safninu er um 15.000. Um 10.000 gripir hafa verið skráðir í Sarp sem er um 70% safnkostsins. Um er að ræða fullnaðar-skráningu án mynda og upplýsinga um geymslustað. Jafnframt er ætlunin að skrá geymslustað og ljósmynda gripi og setja inn í Sarp. Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins. Um 5.000 ljósmyndir hafa verið handskráðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.