Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurRagna Róbertsdóttir 1945-
VerkheitiÁn titils
Ártal1993

GreinSkúlptúr - Steinskúlptúrar
Stærð120 x 199 x 85 cm
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-7295/295
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniGrágrýti
HöfundarétturMyndstef , Ragna Róbertsdóttir 1945-

Sýningartexti

Í sífellt ríkari mæli hefur Ragna Róbertsdóttir nýtt efnivið íslenskrar náttúru í verk sín: hraungrýti, torf, strá og skeljar. Hún temur þennan villta feng og gerir úr honum skúlptúra og lágmyndir. Í skúlptúrum sínum fæst Ragna iðulega við samband fólks á einangraðri eldfjallaeyju við náttúruöflin sem þar ráða ríkjum. Fólkið lagar sig að náttúrunni og við sjáum hvernig harðneskjulegt og stórbrotið landslagið verður hluti af sjálfsmynd þess. Í þessu verki notar Ragna grjót sem Íslendingar nýttu um aldaraðir ásamt torfi sem byggingarefni húsa sem nú eru horfin aftur inn í landslagið. Í eldri verkum Rögnu má strax sjá þau einkenni sem hafa fylgt list hennar alla tíð, í efni, formi og uppbyggingu. Í verkinu vefur hún saman náttúruleg efni í einföld, sterk form sem minna á fornan byggingarstíl Íslendinga. Upp úr 1970 tók konseptlist og láðlist við af mínimalisma og með þann bakgrunn í veganesti, auk þrotlausra rannsókna á efni og formi, hefur Ragna skapað einstök og stórbrotin verk.

Over the course of her development as an artist, Ragna Róbertsdóttir gradually began to use the local materials of the Icelandic land and sea, the volcanic stone, turf, straw, and shells. She then tamed and formed them into abstract sculptures and wall reliefs, in which she expresses the relationship between people and the environment of an isolated volcanic island where you must live with and adapt to the forces of nature. Her works reveal how the stark forms of the Icelandic landscape, with their vast lava fields, have become part of the Icelandic national identity. The works also demonstrate that simple local materials, such as stone, were used through centuries as materials for buildings that have since melted into the landscape. In this early work, Ragna already shows all the best characteristics of her art, in material, form, and structure. She uses organic materials and turns them into simple and strong abstract forms that recall early Icelandic architecture. Ragna Róbertsdóttir’s art belongs to the period after minimalism, land art, and conceptualism dominated the art scene. Out of this background and through her endless analysis of form and material she has created something unique and monumental.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.