Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGuðjón Ketilsson 1956-
VerkheitiÁn titils
Ártal1991

Stærð40 x 48 x 62 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakAndlit, Maður

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-7297/297
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniViður
HöfundarétturGuðjón Ketilsson 1956-, Myndstef

Sýningartexti

Þekkt er að myndhöggvarar geti leyst úr læðingi myndir sem leynast í efninu, hvort sem það er marmarablokk, grjóthnullungur eða viðardrumbur. Guðjón Ketilsson er einn af þessum töframönnum og um og upp úr 1990 skar hann út fjölda hausa eða verur eins og hér má sjá, með hár, eyru og munn. Efniviðurinn markar form hvers og eins en allir eru hausarnir án augna og nefs, sem eru ef til vill þeir líkamspartar sem eru mest einkennandi fyrir andlit hvers einstaklings. Eins og hér má sjá hefur Guðjón einstakt lag á að gera yfirborð verka sinna mjúkt og slétt enda eru þau mörg handtökin sem liggja að baki hverju verki. Guðjón leggur einmitt áherslu á handbragðið við gerð verkanna og bendir á í því samhengi að ferðalagið sjálft skiptir máli, ekki aðeins lokatakmarkið. Afurðin verður þó að vera fyrirhafnarinnar virði.

Verurnar sem eru hér á gólfinu eru tvö sjálfstæð verk sem tala þó saman eða eiga að minnsta kosti í einhvers konar samskiptum. Þetta eru með stærstu hausunum sem Guðjón skar út á sínum tíma enda svona stórir trjádrumbar lengi vel sjaldséðir hér á landi nema þá sem rekaviður frá fjarlægum löndum. Mikið af þeim efnivið sem Guðjón nýtir í verk sín er einmitt fundinn á förnum vegi og hefur fengið nýtt hlutverk í samhengi listarinnar.

 

It is well known that sculptors can liberate images hiding in their material, whether from a block of marble, a rock, or a piece of wood. Guðjón Ketilsson is one of these magicians and beginning in the early 1990s he cut from wood several heads or creatures, seen here, with hair, ears and mouths. The material dictates the form of each and every one, but all the heads are without the features that perhaps most define the face of an individual, e.g., eyes or noses. As can be seen here, Guðjón has a unique skill that makes the surface of his work soft and even, a result of the laborious effort behind each work. Guðjón focuses on craft in the making of his work, pointing out that it is the journey itself that matters, not just the final objective. The product, nevertheless, must be worth the effort.

The creatures seen here on the floor are two independent works that nevertheless engage in a dialogue, or at the very least seem to communicate to some degree. These are some of the largest heads Guðjón created at the time, as treetrunks of this size are rare in this country except as driftwood from distant countries. Much of the materials Guðjón uses in his works is found and has been given a new role in the making of art. 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.