LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGuðrún Gunnarsdóttir 1948-
VerkheitiRefill
Ártal1996

GreinTextíllist, Skúlptúr - Lágmyndir
Stærð80 x 280 x 5 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakAbstrakt, Refill

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-7347/347
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniVír
HöfundarétturGuðrún Gunnarsdóttir 1948-, Myndstef

Sýningartexti

Refill Guðrúnar er ekki útsaumað veggtjald heldur lágmynd þar sem fínlegur vírinn verður efniviður í þrívíða teikningu þar sem línan og kúlurnar lyfta sér frá veggnum og skuggarnir taka við. Kveikjan að verkinu er íslenski refillinn og lopapeysumynstur sem listakonan gerði fyrir sýningu á Kjarvalsstöðum sama ár. Á þeirri sýningu var vírinn hennar helsti efniviður. Hægt er að leika sér með táknmerkingu þráðarins þar sem allt tengist með einum eða öðrum hætti. Stundum býr listakonan til nýjan þráð úr þræði og tengir saman hin ólíklegustu form, sem leiðir hugann að tilraunum og væntingum manna um þráðlaus og snertilaus samskipti. Í eðli sínu byggir listin á slíkum samskiptum þar sem tenging við verkin byggir á skynfærunum og úrvinnslu þeirra rafboða sem heilanum berast. Með refilsaumi voru sagðar sögur bæði af trúarlegum toga og veraldlegum og mynstrin í lopapeysunum eru margvísleg og vitna um hvernig handverkshefð gengur sífellt í endurnýjun lífdaga með nýrri kynslóð notenda. Í verkinu gerir Guðrún hvoru tveggja hátt undir höfði og bendir jafnframt á að áhorfendunum gefst færi á að lesa í verkið og túlka söguna út frá eigin brjósti.

 

 

Guðrún Gunnarsdóttir’s Tapestry is not an embroidery but a bas-relief in which delicate wire is the material for a three-dimensional drawing in which the line and spheres are lifted away from the wall to be replaced by shadows. The piece is inspired by the old Icelandic tradition of wall-hangings embroidered in laid-and-couched work, and designs for Icelandic wool sweaters which she made for an exhibition at Kjarvalsstaðir that same year. In that exhibition her principal material was wire. It is possible to play with the symbolism of the thread, as everything is ultimately connected. Sometimes the artist makes a new thread and links together the most disparate forms, which leads to thoughts of experiments and expectations of wireless and contactless communications. By nature, art is grounded in such communications, as the connection with the work of art is based on the senses and on processing of electrical impulses to the brain. The old, embroidered wall-hangings told tales, both religious and secular; and the patterns in wool sweaters are endlessly variable, bearing witness to the way that the craft tradition is in a constant process of renewal as it passes to new generations. In the work Guðrún honours both these traditions, and in addition points out that the observers have the opportunity to “read” the piece and make their own interpretations.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.