Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurGerður Helgadóttir 1928-1975
VerkheitiAbstraktion
Ártal1952

GreinSkúlptúr - Málmskúlptúrar
Stærð91 cm
EfnisinntakAbstrakt

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-7079/79
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniJárn
AðferðTækni,Málmsmíði,Járnsmíði
HöfundarétturGerður Helgadóttir-Erfingjar 1928-1975, Myndstef

Sýningartexti

Gerður Helgadóttir var fyrst Íslendinga til að nema í Flórens á Ítalíu og dvaldi þar 1948194949. Þá lá leið hennar til Parísar þar sem hún bjó og starfaði að mestu það sem eftir lifði ævinnar en hún lést aðeins 47 ára að aldri. Gerður var fyrst íslenskra myndhöggvara til að vinna algjörlega óhlutbundna skúlptúra og sýndi þá fyrst á einkasýningu á Íslandi árið 1952. Notkun járns í höggmyndalist var einnig nýlunda hér en járnið hentaði henni vel til að útfæra fíngerð form sem útheimtu nánast vísindalega Navman. Verkið Abstraktion ber með sér einstakan þokka í einfaldleika sínum en það eru jafnframt slík verk sem hafa halið nafni hennar á lofti í tengslum við þróun íslenskrar myndlistar. Síðar tóku verk hennar á sig lífrænni mynd er hún tók að bræða málminn með áherslu á hrjúfa efnisáferð. Meðal þekktustu verka hennar í opinberum rými eru steindu gluggarnir í Kópavogskirkju og Skálholtskirkju auk mósaíkmyndar sem prýðir hús Tollstjóraembættisins í Reykjavík.

 

Gerður Helgadóttir was the first Icelander to study in Florence, where she spent 19481949. She then went to Paris, where she was to live and work for the rest of her life, until her premature death at 47. Gerður was the first Icelandic sculptor to work exclusively in the abstract. Her first one-woman show in Iceland was held in 1952. Her use of iron in sculpture was also new to Iceland: iron enabled Gerður to make delicate forms with near-scientific precision. Abstraction conveys a special grace in its simplicity – and it is precisely this kind of work which has upheld the artist’s name in the development of art in Iceland. Her later works became more organic, as she started heating the metal to melt it, for a rough texture. Some of her best-known public works are stained-glass windows for Kópavogur Church and Skálholt Cathedral. In addition she made a large mosaic on the outside wall of the Customs building in downtown Reykjavík.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.