Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiMinnispeningur, + tilefni
Ártal1970

LandÍsland

GefandiIngibjörg Hjaltadóttir 1958-
NotandiHjalti Guðmundsson 1931-2001, Salóme Ósk Eggertsdóttir 1935-2013

Nánari upplýsingar

Númer2015-45-10
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð9,05 x 0,8 cm
EfniKoparblanda
TækniTækni,Málmsmíði,Myntslátta

Lýsing

 Minnispeningur (minningarpeningur) sem sleginn var í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Bertels Thorvaldsen (Karls Alberts Thorvaldsens). Peningurinn er úr koparblöndu. Hann er stór, rúmir 9 cm í þvermál og 0,8 cm á þykkt. Á annarri hliðini er upphleypt mynd af sveitabæ, Reynistað í Skagafirði. Þrátt fyrir að Bertel hafi fæðst og alist upp í Danmörku, tengja Íslendingar hann við Reynistað því þaðan var faðir Bertels, Gottskálk Þorvaldsson, ættaður. Með brúnunum er upphleypt áletrun: 

200 ÁRA AFMÆLI MYNDHÖGGVARANS ALBERTS THORVALDSENS
ÍSLENZKA ÞJÓÐIN BYGGIR Á BJARGI SINNAR EIGIN SÖGU
1770 - 1970
ÍSLAND

Hin hlið peningsins er eilítið íhvolf. Fyrir miðju er upphleypt mynd er sýnir skírnarfont Dómkirkjunnar í Reykjavík, eða öllu heldur eina hlið hans. Skírnarfonturinn er eftir Bertel Thorvaldsen og þykir mesti dýrgripur kirkjunnar.* Sú hlið fontsins sem sýnd er á minnispeningnum sýnir skírn Krists. Umhverfis myndina er upphleypt áletrun, sem er sú sama og er að finna á annarri hlið skírnarfontsins í Dómkirkjunni:

OPUS HOC ROMAE FECIT ET ISLANDIAE TERRAE SIBI GENTILLICIAE PIETATIS
CAUSA DONAVIT ALBERTUS THORVALDSEN
A.MDCCCXXVII

Áletrunin merkir, í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar: 
Albert Thorvaldsen gerði grip þennan í Róm og gaf Íslandi, ættjörð sinni, af ræktarsemi, anno 1827. (Sbr. Kirkjur Íslands, 18. bindi, bls. 101).

Fyrir neðan ártalið eru stafirnir SS og lítið skrautmerki eða stimpill þar neðan við. Sú merking hefur ekki verið greind.

Gripirnir nr. Þjms. 2015-45 eru allir úr búi séra Hjalta Guðmundssonar og Salome Óskar Eggertsdóttur. Hjalti var lengi prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og Salome starfaði um árabil sem gæslukona í Þjóðminjasafni Íslands. Gefandi er dóttir þeirra hjóna.

* Um skírnarfontinn sjá t. d.: Kirkjur Íslands, 18. bindi, Reykjavík 2012, bls. 101-104.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana