Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSteingrímur Eyfjörð 1954-
VerkheitiFýkur yfir hæðir
Ártal2004

GreinSkúlptúr - Blönduð tækni
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-6918
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniMatur, Pappír, Plast, Viður
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturMyndstef , Steingrímur Eyfjörð 1954-

Sýningartexti

Innsetningin Fýkur yfir hæðir hefur tilvísun í lista- og bókmenntasöguna því að mynd Ásgríms Jónssonar Fýkur yfir hæðir frá árinu 1905 varð Steingrími innblástur að innsetningunni og eftirmynd (hér frummynd) af henni er hluti af sviðsetningunni. Heitið Fýkur yfir hæðir vísar til ljóðlínu í ljóði Jónasar Hallgrímssonar Móðurást en Jónas var helsti fulltrúi rómantísku stefnunnar í íslenskri ljóðlist á öndverðri 19. öld. Ljóðið fjallar um móður sem hefur villst og ber barn sitt gegnum stórhríð; hún klæðir sig úr fötunum og vefur þeim utan um barnið. Daginn eftir finnst barnið á lífi í örmum látinnar móður sinnar. Steingrímur myndgerir þær tilfinningar sem birtast í ljóðinu með grófum leirformum sem sýna móðurina sem fjall og smáir hólar við rætur fjallsins tákna hendur barnsins í snjónum. Í innsetningunni eru líka sjö teikningar af keilu eftir Steingrím og myndlistarmanninn Ásmund Ásmundsson sem er hér umbreytt í tákn fyrir dauða móðurinnar og þvert yfir hverja þeirra stendur MAMMA! með stórum svörtum stöfum og teikningarnar eru í þeim stíl sem fólk er hvatt til að nota í listmeðferð. Teikningarnar eru af tráma barnsins; hrópið MAMMA! er hugsað sem eins konar listþerapía eða frumöskur og vísar til kenninga um að endurupplifuð áföll hafi í för með sér andlega hreinsun. Steingrímur fjallar í verkum sínum öðru fremur um ákveðin svið innan menningarinnar eins og tungumálið, þjóðsögur, bókmenntir, goðafræði eða listasöguna. Þannig spinnur hann, greinir eða snýr út úr líkingum, analógíum eða táknum og sviðsetur um leið margræðar frásagnir um menninguna, samfélagið eða menningararfinn.

 

The installation Wuthering Heights references both literary and artistic history – though not Emily Brontë’s novel of that title: Steingrímur’s installation was inspired by a 1905 painting of the same title by Ásgrímur Jónsson a recreation of which features in the staging. The title of Ásgrímur’s painting was in its turn derived from the first line of a poem, Móðurást (Motherly Love) by Jónas Hallgrímsson, the leading light of Icelandic romantic verse in the mid-19th century. The poem tells of a mother who has lost her way in the mountains, carrying her infant child through a snowstorm. She wraps her clothes around the child, who is discovered the next morning, alive, in the arms of his dead mother. Steingrímur puts into visual form the feelings expressed in the poem, with roughly shaped clay forms depicting the mother as a mountain, while small hillocks at the foot of the mountain denote the child’s hands in the snow. The installation also includes seven drawings of a cone by Steingrímur and visual artist Ásmundur Ásmundsson, here transformed into symbols for the death of the mother; across each the word MAMMA! is written in capital letters. The drawings are in the style that people are encouraged to use in art therapy. The drawings depict the child’s trauma; the cry of MAMMA! is conceived as some kind of therapic or primal scream, evoking the theory that revisiting past trauma can be cathartic. In his works Steingrímur tends to address certain aspects of culture such as language, folklore, literature, mythology and art history. Thus, he improvises, analyses or turns upside-down similes, analogies or symbols, while also staging multivocal narratives of culture, society or the cultural heritage.


Heimildir

Diskur á bókasafni frá Böðvari Gunnarssyni, 101 Gallery með efni sem tengist sýningunni. Myndir og textar.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.