LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurHildigunnur Birgisdóttir 1980-
VerkheitiBlettur (Par, gult) (Par, bleikt) (Par, rautt)
Ártal2011

GreinSkúlptúr - Blönduð tækni
EfnisinntakAbstrakt, Marblettur, Stjörnuþoka

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8887
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Listaverkasjóður Amalie Engilberts

EfniGifs, Pappír, Vatnslitur, Vax, Viður
AðferðTækni,Smíði
HöfundarétturHildigunnur Birgisdóttir 1980-, Myndstef

Lýsing

Monoþrykk /álplötuþrykk áfest á vegg og tréskúlptúr á gólfi.


Sýningartexti

Árið 2011 vann Hildigunnur Birgisdóttir röð verka út frá vangaveltum sínum um samhengi hluta og alheiminn í allri sinni dýrð. Kveikjan var risastór marblettur á upphandlegg Hildigunnar sem myndaðist í kjölfar slyss sem hún varð fyrir en litir og útlínur marblettsins mynduðu hugrenningatengsl við geiminn og stjörnuþokur. Vísindaáhugi Hildigunnar varð til þess að hún lagðist í rannsóknir á stjörnuþokum og vöktu frumefnin í lotukerfinu sérstaka athygli hennar og sú staðreynd að finna má sömu frumefni á jörðinni og í stjörnuþokum alheimsins. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um grundvallareiningar efnis, frumeindir (atóm) og sameindir (mólekúl). Þar sem hún var ekki að vinna með frumefnin sjálf heldur ljósmyndir, velti hún einnig fyrir sér byggingareiningum ljósmyndanna, annars vegar af stjörnuþokunni og hins vegar af marblettinum. Smæstu einingar stafrænna ljósmynda eru myndeindir (pixlar) og gerði hún röð verka þar sem hún vann út frá 4 x 4 myndeindum, annars vegar úr stjörnuþokunni og hins vegar af marblettinum, sem hún stækkaði upp og bjó til skúlptúr á gólf og grafíkmynd á vegg með heimasmíðuðum aðferðum. Hildigunnur fer ekki alltaf auðveldustu leiðina að niðurstöðu og oft beitir hún tilraunakenndum aðferðum en inntak verkanna er iðulega þaulhugsað og því miðlað með frumlegum og grípandi hætti. 

 

In 2011, Hildigunnur Birgisdóttir created a series of works based on her musings about the coherence of things and the universe in all its glory.The work arose from a huge bruise on Hildigunnur Birgisdóttir’s arm, sustained in an accident. The colours and outlines of the bruise gave rise to thoughts on space and nebulae. Due to her interest in physics and space science, she started to explore nebulae in more detail. In particular, her attention was drawn to the elements in the periodic table, and the fact that the same elements are to be found on earth and in the nebulae of the universe. Since she wasn't working on the elements themselves, rather through photography, she also ruminated on the building blocks of the photographs, the nebula on the one hand and the bruise on the other. The smallest units of digital photography are called pixels. Hildigunnur made a series of works based on 4 X 4 pixels, drawn from the nebula and from the bruise, which she enlarged, while she also created a sculpture on the floor and a work of graphic art on the wall using homespun techniques. Hildigunnur’s art is characterized by experimentalism, while the subject matter of the works is thoroughly considered and mediated in an original manner.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.