LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurBjarki Bragason 1983-
VerkheitiLetters between B and C
Ártal2011

GreinNýir miðlar - Innsetningar
Tímalengd00:05:
Eintak/Upplag1
EfnisinntakGróður, Plöntusafn, Safn, Samskipti

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8959
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Listaverkasjóður Amalie Engilberts

Aðferð Ljósmyndun
HöfundarétturBjarki Bragason 1983-, Myndstef

Lýsing

Á milli B og C (Letters Between B and C) er verkefni þar sem samtal um tvö ólík söfn kemur fyrir. Söfnin innihalda plöntusýni frá sitthvorum tíma og stað, en titillinn vísar í bréfaskriftir sem voru grunnur þess að annað safnið varð að veruleika. Um sumarið 2009 í janúar 2010 tók Bjarki sýni af öllum plöntum og trjám í garði sem tilheyrði látnum ættingja, en framtíð garðsins var óákveðin. Söfnunin hafði í fyrstu engan áþreifanlegan tilgang, var heldur framkvæmd sem leið til þess að velta fyrir sér ferli
söfnunar og minnis. Sumarplönturnar voru þurrkaðar og frágengnar eftir hefðbundnum leiðum, en vetrarsýnin geymd í kössum, þar sem þau voru óreiðukenndari, en verkfæri til þeirrar sýnatöku gleymdust. Hitt safnið myndaðist frá haustinu 2010 fram til vorsins 2011, í gegnum bréfasamskipti Bjarka við plöntufræðinginn Clyde, sem starfar við arkíf plöntusafns á Hawaii. Safnið samanstendur af brotnum leifum af plöntusýnum frá ýmsum tímabilum, en plönturnar eiga það sameiginlegt að vera útdauðar eða í
útrýmingarhættu. Clyde hafði að ósk Bjarki farið í gegnum ómælt magn sýna, og hrist þau lauslega og safnað, með leyfi stjórnar safnsins, brotunum sem af féllu og sent honum í bréfapósti. (http://www.sudsudvestur.is/bjarkibragason.htm sótt: 19.02.2014).


Sýningartexti

Í mörgum verka sinna fjallar Bjarki Bragason um innbyggða þörf mannsins fyrir að flokka, skrá og skilja umhverfi sitt. Hann tvinnar saman rannsóknaraðferðir vísinda og möguleika myndlistar til að setja fram áleitnar spurningar. Í verkinu Á milli B og C sjást brot af þurrkuðum plöntum sem sérfræðingur við plöntusafn Bishop-safnsins í Honolúlú sendi Bjarka í pósti. Plönturnar eiga það sameignlegt að vera útdauðar eða í útrýmingarhættu. Í verkinu sér áhorfandinn einnig persónulegt safn Bjarka af þurrkuðum plöntum. Með þessu stefnumóti ólíkra safna vakna spurningar um það sem er horfið, það sem er varðveitt og það sem lendir á milli. 

In many of his works Bjarki Bragason addresses the human need to sort, catalogue and understand one’s surroundings. He combines scientific research methods with the possibilities of art in order to pose compelling questions. In Letters Between B and C fragments of dried plants are seen, which a specialist at the herbarium of the Bishop Museum in Honolulu sent to Bjarki by mail. All the plants are either extinct or at risk of extinction. The work also includes Bjarki’s own collection of dried plants. This juxtaposition is about what has vanished, what still exists, and what falls in between. RP


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.