LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSeglasaumarahanski

LandÍsland

GefandiBjörgvin Jóhann Barðdal 1968-

Nánari upplýsingar

Númer2009-7-2
AðalskráMunur
UndirskráSjóminjasafn
Stærð12 x 6 x 3 cm
EfniJárn, Leður

Lýsing

Seglhanski, seglasaumarahanski, gulur. Hefðbundinn.

Frá Seglagerðinni Ægi. Til að lýja seglin, þ.e. setja tóið á jaðrana. Það var mikilvægt að hafa tóið hæfilega strekkt, fá poka í seglin á réttum stöðum. Seinna var tóið saumað inn í seglin. Það var margfalt fljótlegra. En þegar Jón byrjaði, 16 ára, um 1960, var þetta handsaumað.


Heimildir

Jón Barðdal.

Þetta aðfang er í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið varðveitir um 29.000 lausa muni, um 6 milljónir ljósmynda og um 4000 muni sem tengjast sjósókn auk safnhúsa í Árbæjarsafni. Flutningur gagna úr eldri grunnum er vel á veg kominn. Hins vegar á eftir að taka ljósmyndir af stórum hluta safnkostsins. Á fornleifaskrá eru 2500 fornleifar og 20.000 jarðfundnir gripir og í húsaskrá Reykjavíkur eru skráð um 6500 mannvirki.