Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurJón Stefánsson 1881-1962
VerkheitiÚtigangshestar
Ártal1929

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð100 x 130 cm
EfnisinntakHestur, Snjór, Vetur

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-365
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur
Aðferð Málun
HöfundarétturJón Stefánsson-Erfingjar 1881-1962, Myndstef

Lýsing

Þetta málverk af tveim útigangshestum mun Jón hafa málað eftir að hafa dvalið á æskuslóðum sínum í Skagafirði. Íslenskir hestar voru Jóni kært viðfangsefni og túlkaði hann hestinn ýmist sem hinn þarfa þjón mannsins svo sem í málverkinu Hestur við búðardyr eða frjálsa skepnu, sem geislar af lífsþrótti, eins og í myndinni Hestar á fjalli. Í verkinu Strokuhestur verður hesturinn í huga áhorfandans hins vegar tákn þess sem leitar frelsis. Í myndinni Útigangshestar, sem Jón málaði tveim árum síðar, er efnið ekki eins frásagnarkennt og hesturinn sýndur sem skepna er fer eigin leiðir utan vegar. Myndin sýnir tvo loðna hesta úti á víðavangi, þar sem þeir standa grafkyrrir úti í vetrarkuldanum. Sést annar frá hlið, en hinn aftan frá, og báðir snúa þeir í átt til ljóssins, sem kemur frá vinstri og lýsir upp snjóbreiðuna. Í baksýn er lágt fell til vinstri, en að öðru leyti mætast himinn og jörð við sjóndeildarhringinn og víðátta landsins þar með gefin í skyn. Ljóst litróf myndarinnar er ákaflega blæbrigðaríkt. Í grágulum forgrunni rofar í grænblátt og á móti okkurgulum lit í skrokk hestanna koma fjólubláir skuggar, en skýjafarið er mótað með bláum og gulleitum litatónum. Nærvera hestanna og hlýir litirnir skapa nálægð í þessu víðáttumikla og kuldalega landslagi sem virðist vera hugsað sem umgjörð utan um hestana. Þeir eru þungamiðja myndarinnar og gegna því öðru hlutverki en lómarnir í málverkinu Sumarnótt þar sem listamaðurinn notar fuglana til áherslu í landslagstúlkun sinni. Snjóbarðir eru útigangshestarnir orðnir eitt með náttúrunni, en með hlýjum litatónum eru dregin fram mýkt skepnanna, ylur og þéttleiki. Listasafn Íslands keypti málverkið árið 1930. (Júlíana Gottskálksdóttir, „Umfjöllun um tíu meginmyndir Jóns Stefánssonar í Listasafni Íslands“, Jón Stefánsson 1881-1962 (Listasafn Íslands: Reykjavík, 1989).)


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.