Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurJón Stefánsson 1881-1962
VerkheitiSumarnótt
Ártal1929

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð100 x 130 cm
EfnisinntakÁ, Fjall, Fugl, Landslag, Sumar

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-366
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur
Aðferð Málun
HöfundarétturJón Stefánsson-Erfingjar 1881-1962, Myndstef

Lýsing

Hér túlkar Jón kyrrð íslenskrar sumarnætur. Að venju er myndin byggð upp á láréttum línum í þrem stigum inn í myndrýmið. Fremst er árbakki með tveim fuglum, þá áin spegilslétt og loks fjall, sem rís eins og klettaborg í bakgrunni. Spegilmynd fjallsins eykur mátt þess og jafnframt dýpt myndarinnar, en bjarminn yfir því gæðir myndina vídd og endurkast hans frá vatninu lýsir allan flötinn. Svöl birtan og speglunin í vatninu ljá verkinu afar djúphuglan blæ og áhorfandinn skynjar þá kyrrð sem er tjáð. Í forgrunn þessarar kyrrðarmyndar af landinu hefur listamaðurinn fellt inn tvo fugla sem ber við ljósan flötinn og mynda lóðréttar og hallandi línur til mótvægis við láréttar línur landsins. Ávalir búkar þeirra eru mótaðir með hlýjum litum andstætt hinum svölu litatónum, sem eru ríkjandi, og skapa þannig nálægð í þeirri víðáttu sem við blasir. Fuglarnir leita inn í mynddýptina, í átt til tignarlegs fjallsins, og augu áhorfandans fylgja þeim eftir. Návist þeirra eykur enn á hinn djúphugula andblæ verksins þar sem þeir verða eins konar staðgenglar mannsins í náttúrunni, en nátengdari henni. Þeir eru hið eina kvika í myndinni og í huga þess, sem á horfir, verður hún ímynd íslenskrar sumarnætur þar sem ekkert heyrist nema kvak fugla. Listasafn Íslands keypti málverkið árið 1930. (Júlíana Gottskálksdóttir, „Umfjöllun um tíu meginmyndir Jóns Stefánssonar í Listasafni Íslands“, Jón Stefánsson 1881-1962 (Listasafn Íslands: Reykjavík, 1989).)


Sýningartexti

Íslenskar sumarnætur einkennast af einstakri birtu og kyrrð. Margir listamenn hafa reynt að fanga þessa seiðandi stemningu þegar kvak fugla berst langar leiðir og við liggur að hægt sé að heyra grasið gróa. Þetta málverk eftir Jón Stefánsson, einn af frumkvöðlum íslenskrar málaralistar, er líklega eitt af þekktustu verkunum af þessu tagi en Listasafn Íslands keypti það árið 1930. Eins og Jóns var háttur er myndin byggð upp á láréttum línum. Fremst er árbakki með tveimur fuglum, þá áin spegilslétt og loks fjall, sem rís eins og klettaborg í bakgrunni. Spegilmynd fjallsins eykur mátt þess og jafnframt dýpt myndarinnar, en bjarminn yfir því gæðir myndina vídd og endurkast hans frá vatninu lýsir allan flötinn. Svöl birtan og speglunin í vatninu ljá verkinu afar djúphugulan blæ og áhorfandinn skynjar þá kyrrð sem er tjáð. Í forgrunn þessarar kyrrðarmyndar af landinu hefur listamaðurinn sett tvo fugla sem mynda lóðréttar og hallandi línur til mótvægis við láréttar línur landsins. Fuglarnir leita inn í mynddýptina, í átt til tignarlegs fjallsins, og augu áhorfandans fylgja þeim eftir.

 

Icelandic summer nights are distinguished by their unique light and stillness. Many artists have tried to capture this haunting atmosphere where bird sounds are carried over large distances and one can almost hear the grass grow. This painting by Jón Stefánsson, one of the pioneers of Icelandic painting, is probably one of the most famous works of this kind, bought by the National Gallery in 1930. As was Jón´s habit, the image is based on horizontal lines. At the forefront is a river bank with two birds, behind them the perfectly calm river, and finally a mountain that rises like a cliff from the background. The mountain reflected on the still surface of the river adds to the power and depth of the image, while its brightness endows it with perspective and its reflection in the water illuminates the whole plane. The crisp light and the reflection in the water endow the work with mystical overtones and the viewer senses the stillness being interpreted. In the foreground of this still image of the land, the artist has placed two birds that form vertical and perpendicular lines to balance out the horizontal lines of the land. The birds look into the display depth, in the direction of the noble mountain, and the eyes of the viewer follow their gaze.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.