LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurJón Stefánsson 1881-1962
VerkheitiRúmensk stúlka
Ártal1918

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð101 x 91,5 cm
EfnisinntakNekt, Stúlka

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-1618
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi
Aðferð Málun
HöfundarétturJón Stefánsson-Erfingjar , Myndstef

Lýsing

Rúmensk stúlka er meðal elstu verka sem þekkt eru frá hendi Jóns, en verk frá þroskaárum hans og fyrstu starfsárum eru nær öll óþekkt. Mynd þessa málaði Jón 37 ára að aldri, þegar hann bjó í Kaupmannahöfn, en þá voru sjö ár liðin frá því að hann fór frá París, þar sem hann hafði sótt einkaskóla Henri Matisse um þriggja ára skeið. Myndin sýnir nakta stúlku sem situr á stól og snýr beint fram. Stúlkan situr örlítið gleitt, með handleggina niður með síðunum, lýtur höfði og hallar eilítið undir flatt til vinstri. Líkami hennar myndar þríhyrning, en mjúk form hans eru dregin með bjúgum línum og mynda samspil tveggja flatarmynda, sívalnings og kúlu. Þrátt fyrir hina ákveðnu formuppbyggingu einkennist mynd stúlkunnar af kvenlegum og ívið fjarrænum þokka. Teikningin í ávölu andlitinu er fíngerð og skýr og litameðferð djarfari en í líkama stúlkunnar að öðru leyti. Þessir fíngerðu drættir ásamt útlínum líkamans leiða hugann að kvenmyndum ýmissa málara í París frá sama tíma svo sem ítalska málarans Amedeo Modigliani og jafnframt minnir munaðarfull áferð rauða litarins í bakgrunni á verk Matisse og fauvistanna frönsku. Aðferð Jóns við að móta hvelfd form líkamans með andstæðum litatónum er hins vegar runnin frá Paul Cézanne (d. 1906), en verk þessa mikilhæfa franska málara höfðu djúp áhrif á Jón á Parísarárum hans. Listasafn Íslands keypti málverkið árið 1972. (Júlíana Gottskálksdóttir, „Umfjöllun um tíu meginmyndir Jóns Stefánssonar í Listasafni Íslands“, Jón Stefánsson 1881-1962 (Listasafn Íslands: Reykjavík, 1989).)

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.