Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiÁrabátur
Ártal1934

ByggðaheitiSiglufjörður
Sveitarfélag 1950Siglufjörður
Núv. sveitarfélagFjallabyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiGunnar Jónsson
GefandiÞórður Jónsson 1942-
NotandiHelgi Antonsson 1930-2012, Soffía Jónsdóttir 1916-2004

Nánari upplýsingar

NúmerSÍ-40512-44
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Bátaskrá
Stærð5,1 x 1,57 m
EfniEik, Fura
TækniBátasmíði

Lýsing

Árabátur Soffíu á Nesi – Soffíu Jónsdóttur frá Staðarhóli, Siglufirði (1916-2004). Soffía var gift Jóni Þórðarsyni (1910-1987) vitaverði á Siglunesi. Báturinn var smíðaður í Slippnum á Siglufirði 1934, af Gunnari Jónssyni skipasmíðameistara. Sonur hans var Tryggvi Gunnarsson skipasmíðameistari KEA og mun hann hafa unnið að smíði bátsins sem var afhentur 29. apríl 1934, á átjánda afmælisdegi Soffíu. Hann var að mestu borgaður með mjólk sem Gunnar keypti og var mjólkin oftast flutt frá Staðarhóli til Siglufjarðar á bátnum. Bönd og kjölur eru úr eik, annað er úr furu.

Báturinn var borðhækkaður eftir að Soffía fluttist út á Siglunes. Jón Björnsson endurnýjaði þrjú umför í botni bátsins um 1954. Báturinn skemmdist að framan um 1957 þegar fangalína hans að framan festist í skrúfu Viggós SI sem var með bátinn í togi. Báturinn var lengst af í eigu Soffíu en eftir að hún fluttist til Siglufjarðar og börn hennar voru farin að heiman eignaðist Helgi Antonsson smiður bátinn.  Helgi reri á bátnum til fiskjar innfjarðar, lagði kolanet og veiddi á færi. Fyrir kom að hann sigldi bátnum undir seglum og hafði á færi sínu að sigla beitivind, þ.e. skáhallt á móti vindi.

Helgi bjó „útí Bakka“ og hafði hann stundum bátinn á legu við fjöruna niður af húsi sínu, Hvanneyrarbraut 49. Fyrir kom að hann dró bátinn upp í fjöru. Einhvern tímann gerði mikið óveður og brim og náði brimaldan bátnum þar sem hann stóð hátt í fjörunni og kastaði honum upp á sjávarbakka án þess að báturinn skemmdist (Heimild: Munnleg frásögn Helga Antonssonar – ÖK).

Eftir að báturinn var orðinn ónothæfur tók Þórður Jónsson, sonur Soffíu, hann og setti til geymslu í kjallara Suðurgötu 71 þar sem hann var í nokkur ár uns hann fór á Síldarminjasafnið. Báturinn er nú varðveittur í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Síldarminjasafns Íslands. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt gripum og munum sem snerta líf hins dæmigerða íbúa í síldarbænum Siglufirði. Safnkosturinn er gríðarlega stór og má ætla að rúmlega helmingur hans sé skráður í aðfangabækur og spjaldaskrár en stór hluti er enn óskráður.


Síldarminjasafnið hefur haft aðild að Sarpi frá árinu 2012 og vinnur markvisst að skráningu safneignar


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.