Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurEirún Sigurðardóttir 1971-, Gjörningaklúbburinn , Jóní Jónsdóttir 1972-, Sigrún Inga Hrólfsdóttir 1973-
VerkheitiMeð þökk
Ártal2002

GreinNýir miðlar - Vídeóverk
Tímalengd00:03:
Eintak/Upplag3/3

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9045
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniVídeó
HöfundarétturGjörningaklúbburinn , Myndstef

Sýningartexti

Gjörningurinn Með þökk var framkvæmdur í sjónvarpssal árið 2002 af þeim Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur, en saman mynda þær Gjörningaklúbbinn sem hóf samstarf árið 1996. Í verkinu þakka þær þorskinum, þeim stóra gula og gullnámu hafsins, fyrir að vera lífsbjörg þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Í upphafi ganga þær inn í hvítan sjónvarpssalinn með svarta skjalatösku en skartbúnar og skreyttar hvítri blúndu og útsteyptar í gimsteinum. Í töskunni leynist sundurskorinn þorskur og taka þær til við að setja hann saman með fumlausum handtökum þannig að í lok verksins liggur þorskurinn heill á spegilsléttu skurðarborðinu. Þorskinum, sem lét lífið til að þjóðin gæti lifað, er því gefið nýtt líf í myndinni undir lagi Bubba Morthens, Ísbjarnarblús, þar sem hann syngur um þúsund þorska á færibandi sem þokast nær.

 

The performance work Thank You was carried out in the RÚV TV studio in 2002 by Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir and Sigrún Hrólfsdóttir, who make up the Icelandic Love Corporation, founded in 1996. In this work they thank the codfish – the big fish with yellowish scales, the goldmine of the ocean – for keeping the Icelandic nation alive over the centuries. The artists start by entering the white TV studio with a black briefcase, but wearing finery, white lace and jewellery. In the case is a dismembered codfish, which they swiftly and efficiently reconstruct, so that at the end the cod lies whole, on the shining surface of the filleting table. The cod, which died so that the nation might live, is thus given a new lease of life, accompanied by Bubbi Morthens’ classic freezing-plant song Ísbjarnarblús, in which he sings of a thousand codfish approaching on a production line.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.