Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÓlafur Lárusson 1951-2014
VerkheitiCul-de-sac I
Ártal1980

GreinLjósmyndun - Blönduð tækni
Stærð80 x 48,5 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakListamaður, Maður

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-6255
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPappír
Aðferð Ljósmyndun
HöfundarétturMyndstef , Ólafur Lárusson - Erfingjar

Lýsing

Þrjár s/h ljósmyndir með tilheyrandi plastfilmu sem er límd á pappaspjald fyrir neðan ljósmyndina. Plastfilman er ámáluð með þekjulit en á ljósmyndinni sést Ólafur núa plastfilmunni með litnum um andlitið á sér.


Sýningartexti

Ólafur Lárusson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1971–1974 og í Atelier ’63 í Haarlem í Hollandi til ársins 1976. Hann er hvort tveggja afsprengi SÚM-ara og samverkamaður þeirra og var einn stofnenda Nýlistasafnsins árið 1978. Ólafur vann með ýmsa miðla: ljósmyndir, málverk, skúlptúra og teikningar. Hann vakti snemma athygli fyrir gjörninga og eru sum verka hans gjörningakennd slettumálverk en önnur gerð úr óvenjulegum efnum, s.s. gaddavír, trjágreinum og súkkulaði. Í verkinu Cul-de-Sac, sem heitir Blindgata á íslensku, leitaðist Ólafur við að finna flöt milli gjörnings og „aksjón-málverksins“ þar sem hann blandar saman málverkinu og ljósmyndinni í stað þess að skilja miðlana að. Plastfilma er sett yfir gler myndavélarinnar og notar listamaðurinn akrýlliti og málar með andliti sínu.

Ólafur Lárusson (19512014) studied at the Icelandic College of Arts and Crafts in 19711974 and at Atelier ’63 in Haarlem in the Netherlands until 1976. He is at once the descendant of the SÚM group and their collaborator, and was one of the founders of the Living Art Museum, Reykjavík, in 1978. Ólafur used a variety of media in his works: photography, painting, sculpture, and drawing. He garnered attention early on for his performance art, and his oeuvre spans performative splash paintings and works made of unusual materials, including barbed wire, branches, and chocolate. Ólafur sought to bridge the divide between performance art and “action painting”, to use new media alongside classic ones. In Cul-de-Sac, he mixes painting and photography rather than dividing them. A plastic film is placed over the lens of the camera, and the artist paints with his face using acrylic paints. RP


Heimildir

Viðtal við listamanninn; Foto som konst, sýningarskrá frá Nordisk konstcentrum, Helsinki 1984.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.