LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKýrhúð
Ártal1990

LandÍsland

Hlutinn gerðiIðunn skinnaverksmiðja
GefandiInger Nordahl Jensen 1945-

Nánari upplýsingar

Númer2004-1350
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð185 x 160 cm
EfniKýrhúð
TækniSútun

Lýsing

Sútuð kýrhúð. Húðin er í hvítum, brúnum og gulum lit og myndi kallast bröndótt og jafnvel skjöldótt líka. Hún mun hafa verið sútuð hjá Skinnaverksmiðjunni Iðunni - sútun. Kýrin var frá Félagsbúinu Einarsstöðum/Sílastöðum í Kræklingahlíð, Hörgárbyggð (áður Glæsibæjarhreppi). Hún var kölluð "Krissa" og var ekki nema sjö ára gömul þegar henni var lógað. Það var vegna þess að hún steig ofaná einn spenann og hjó í sundur. Hún var afurðahæsta kýr í Eyjafirði 1985 og 1986 skv. upplýsingum gefanda.

Þetta aðfang er í Iðnaðarsafninu á Akureyri.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.