LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiLeikfang, Leikfangakistill
Ártal1900

StaðurHöfði
ByggðaheitiVellir
Sveitarfélag 1950Vallahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiAðalsteinn Bjarnason 1914-2002
NotandiEyjólfur Jónsson 1878-1967

Nánari upplýsingar

NúmerMA/1990-8
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð27 x 14,5 x 18 cm
EfniViður
TækniTækni,Heimasmíðað

Lýsing

Blámálaður lítill kistill með leikföngum útskornum úr tré. Öll hafa þau verið blámáluð og er nokkur málning enn eftir á þeim. Í höfuðskrá segir að þetta séu 2 hestar, 2 folöld, kona og 3 karlar. Afhent til safnsins af Ingibjörgu Stefánsdóttur, ljósmóður, Laufási 7, Egilsstöðum. Leikföngin eru frá því systkinin Jónsbörn bjuggu í Mjóanesi, Vallahreppi í byrjun aldarinnar, síðar bjuggu þau systkinin á Höfða á Völlum. Þar man Ingibjörg Stefánsdóttir eftir þeim 1923-1924 og lék sér að þeim.

Á spjaldi sem fylgdi með stendur: "Kassinn undir leikföngunum er frá Aðalsteini Bjarnasyni (f. 1914) frá Höfða, Vallahreppi. Systkinin Eyjólfur, Einar, Jónas og Hólmfríður Jónsbörn (fædd á árunum 1878-1885) frá Höfða áttu leikföngin en Aðalsteinn ólst upp hjá þeim.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.