Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiBúðarkassi

StaðurKaupfélag Héraðsbúa
ByggðaheitiReyðarfjörður
Sveitarfélag 1950Reyðarfjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagFjarðabyggð
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiKHB - Kaupfélag Héraðsbúa
NotandiKHB - Kaupfélag Héraðsbúa

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2010-65
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð49 x 30 x 35 cm
EfniJárn, Plast

Lýsing

Gamall handsnúinn peningakassi sem var í Kaupfélaginu á Reyðarfirði. Kassinn er brúnn og mikið krotað á hann með tússi. Það vantar pinna fyrir rúlluna og lok yfir efsta hlutann. Efsti hluti kassans er reiknivél með sjö takkaröðum, sex með tölustöfum en ein með bókstöfum. Litirnir á tökkunum eru dökkbrúnir, grænir, ljósgrænir. Sveifarnar á kassanum eru með rauðum plasthandföngum. Kassinn er Smith-Corona og stendur það framan á honum með upphleyptum stállituðu stöfum. Neðsti hlutinn er peningaskúffa þar sem voru allskonar miðar geymdir undir svörtu plasthólfi undir mynt. Þetta eru nótur, ábyrgðarskírteini, póstkröfumiðar og fl.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.