Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiKistill, + hlutv.
Ártal1861-1910

StaðurHúsey 1
ByggðaheitiHróarstunga
Sveitarfélag 1950Hróarstunguhreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað, Múlaþing
SýslaN-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiRíkharð Þórólfsson, Richard Þórólfsson
GefandiByggðasafnið í Görðum
NotandiGuðrún Guðmundsdóttir 1828-1918

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2010-80
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð7,5 x 31,5 x 21 cm
EfniViður

Lýsing

Grænn kistill. Aðalhólf hans er tvískipt og efra hólfið (sem tekið er uppúr) er allt hólfað niður í lítil hólf sem hvert og eitt er með flutningaloki. Upp úr lokunum gengur renndur pinni úr beini (líklega hrosslegg). Í miðju eru þrjú hólf án loka en niðri í miðhólfinu er lítill kassi sem líklega er ætlaður undir skartgrip. Til hliðar við þessi þrjú hólf eru fjögur hvoru megin og stendur á lokunum (málað á) "No. 1. til 8". Í loki kistilsins er einnig hólf. 

Kistilinn smíðaði Ríkharð Þórólfsson fyrir seinni konu sína Guðrúnu Guðmundsdóttur húsfreyju og ljósmóður í Húsey í Hróarstungu og víðar. Guðrún fæddist árið 1831 á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, dóttir hjónanna Guðmundar Magnússonar bónda og Margrétar Pétursdóttur húsfreyju. Ríkharð fæddist árið 1829 í Árnagerði í Fáskrúðsfirði. Hann var bóndi, hreppstjóri og trésmiður í Árnagerði, - síðar á Höfða á Völlum (1864 -69), á Galtastöðum fram í Hróarstungu (1869), í Másseli í Jökulsárhlíð (1880) á Uppsölum í Eiðaþinghá (1888-90) á Svínafelli í Hjaltastaðaþingá (1890-93?) og í Húsey í Hróarstungu þar sem hann lést árið 1910.

Fyrri kona Ríkharðs var Guðný Eiríksdóttir (f. 30. des. 1824, d. 18. apríl 1860). Börn þeirra voru Þórólfur (8. ágúst 1852, d. 30. júlí 1934) og Þórunn Elsabet (f. 15. júlí 1856, d. 20. jan. 1861)

Guðrún og Ríkharð giftust 29. júlí 1861. Börn þeirra voru: a) Þórdís Þórunn f. 4. des 1862, b) Margrét, f. 5. nóv. 1864 c) Ólafur, f. 22. apríl 1867, og d) Ingigerður f. 16 mars 1870.Þórunn dóttir þeirra var húsfreyja í Höfn í Melasveit frá 1898 til æviloka (d.3. ágúst 1958), gift Torfa Péturssyni Sivertsen bónda þar ( f. 7. des. 1865 d. 17. nóv 1908).Guðrún fluttist á efri árum til dóttur sinnar í Höfn og hafði með sér kistil þennan. Í kistlinum geymdi hún ýmsa smáhluti og sendibréf. Dóttursonur hennar, Pétur Torfason, bóndi í Höfn (f. 25. des. 1900 d. 11 mars 1988) gaf byggðasafninu í Görðum á Akranesi kistilinn 28. ágúst 1958 og hlaut hann þar safnnúmerið 1959/1129

Kistillinn var áður varðveittur á Byggðasafninu í Görðum til ársins 1996 þegar hann var færður Minjasafni Austurlands í tilefni af opnun Safnahússins. 

 

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.