Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiÚtvarp
Ártal1930

StaðurBláskógar 8
ByggðaheitiEgilsstaðir
Sveitarfélag 1950Egilsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað, Múlaþing
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiPhilips
GefandiIngigerður Benediktsdóttir 1944-
NotandiBenedikt Guðnason 1903-1992

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2007-135
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð31 x 13,5 x 20 cm
EfniPlast

Lýsing

Philips útvarp keypt árið 1930 af Benedikt Guðnasyni, Ásgarði Vallahreppi. Keypt á meðan Benedikt var bílstjóri hjá KHB á Reyðarfirði, sennilega annað útvarpstækið sem kemur á Fljótsdalshérað.  Pantað af Sigríði Jónsdóttur frá Egilsstöðum fyrir Benedikt árið 1930, en Sigríður fékk fyrsta tækið sem kom á Hérað. Var notað í Stóra Sandfelli 2 í Skriðdal þar sem Benedikt var fæddur og uppalinn, þar til hann stofnaði sitt eigið heimili í Ásgarði 1937.Við útvarpið voru fyrstu árin notaðir sýrugeymar, þá þurfti að hlaða og það var ekki hægt í fyrstu nema á Reyðarfirði. Síðar þegar þessi útvörp urðu algengari, voru geymarnir hlaðnir á bæjum sem voru með heimarafstöðvar eða vindrafstöðvar, var veittur styrkur frá ríkinu fyrir útbúnaðinum, svo menn þyrftu ekki að fara langar leiðir með geyma til hleðslu. Var þessi styrkur veittur á bæi/staði með ákveðnu millibili til hagræðingar. Var einn slíkur í Arnkelsgerði hjá Nikulási Guðmundssyni, mági Benedikts, og munu hann og faðir hans Guðmundur Þorgrímsson hafa útbúið það við svokallaðan Myllulæk. Seinna hjálpaði svo Ósvald Nielsen Nikulási við að gera nýja spaða þegar þurfti að endurnýja mylluhjólið. Síðan komu þurrhlöður í fyrstu mjög stórar (eins og kassi) en síðan voru notaðar tvær þurrhlöður sem voru sívalningar með merki Hellesen á. Upplýsingar frá gefanda, Ingigerði Benediktsdóttur.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.