LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Byggðasafn Skagfirðinga
MyndefniFornminjar, Landslag, Skurður, Tóft
Ártal2010

StaðurLækur
ByggðaheitiViðvíkursveit
Sveitarfélag 1950Viðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-4-42
AðalskráMynd
UndirskráEyðibyggð og afdalir Skagafjarðar IV
Stærð25,4 x 20,32
GerðStafræn mynd
HöfundarétturByggðasafn Skagfirðinga

Lýsing

Lækjar er fyrst getið um miðja 14. öld en fornleifar benda til að þar hafi verið búið allt frá fyrstu tíð. Búskap var hætt á jörðinni 1958 og er jörðin nú hluti af landi Ennis og hún nytjuð þaðan (Byggðasaga Skagafjarðar V. Bindi. Bls. 269-270). Engar byggingar eru lengur uppistandandi en bæjarhóllinn er enn vel greinanlegur. Túngarður sést að hluta vestan og norðan bæjarhólsins og eru tvær tóftir við vesturhluta hans. Um 20-50m beint norður af bæjarhólnum eru óglöggar, fornlegar minjar, skálatóft og fleiri byggingaleifar. Borkjarnar voru teknir í tóftir og túngarð auk þess sem könnunarskurður var grafinn í skálatóftina.

Skáli - skurður.

Skurður var grafinn í austanverðan útvegg aflangs íveruhúss eða skálabyggingar syðst í heimatúni Lækjar. Um 5sm undir grasrót [1] kom gjóskan H1300 óhreyfð en enga mannvist var að sjá í fokmold [2] ofan hennar. Á milli 1300 og 1104 sem einnig lá óhreyfð í sniðinu var fokmoldarlag [3] með smá flygsum af 1104 og móöskudreif en annars mjög lítil merki mannvistar. H1104 lá í um 2sm þykkum bunka ofan á torfvegg sem kom fram vestast í skurðinum og lá nokkru óljósari eftir sniðinu öllu. Um 2sm af óhreyfðri fokmold [4] voru á milli gjóskunnar og efri hluta torfveggjarins en allt upp í 20sm fokmoldarlag [4] yfir hruni úr veggnum [5] en hann hefur hrunið til austurs.  Byggingin virðist því aflögð nokkru áður en að 1104 gjóskan féll en ekki er hægt að fullyrða með meiri nákvæmni hvenær hún var byggð.

Túlkun:

Byggingin er aflögð nokkuð fyrir 1104 en veggir hennar virðist þá fallnir. Borkjarnar bentu til að um íveruhús væri að ræða og lögun tóftarinnar bendir einnig til þarna sé um að ræða skálatóft. Litlar vísbendingar eru um mannvist eftir að húsið féll eða var sléttað þangað til að 1104 gjóskan lagðist yfir. Óvíst er hvort að það þýðir að byggð hafi lagst þarna af en í það minnsta virðist bæjarstæðið þá ekki hafa verið á sama stað. Meiri vísbendingar eru um byggð á milli 1104 og 1300 en þó ekki ýkja mikla. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.