LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Byggðasafn Skagfirðinga
MyndefniFornminjar, Skurður, Stoðarsteinn
Ártal2010

StaðurLækur
ByggðaheitiViðvíkursveit
Sveitarfélag 1950Viðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-4-7
AðalskráMynd
UndirskráEyðibyggð og afdalir Skagafjarðar IV
Stærð15,24 x 20,32
GerðStafræn mynd
HöfundarétturByggðasafn Skagfirðinga

Lýsing

Lækjar er fyrst getið um miðja 14. öld en fornleifar benda til að þar hafi verið búið allt frá fyrstu tíð. Búskap var hætt á jörðinni 1958 og er jörðin nú hluti af landi Ennis og hún nytjuð þaðan (Byggðasaga Skagafjarðar V. Bindi. Bls. 269-270). Engar byggingar eru lengur uppistandandi en bæjarhóllinn er enn vel greinanlegur. Túngarður sést að hluta vestan og norðan bæjarhólsins og eru tvær tóftir við vesturhluta hans. Um 20-50m beint norður af bæjarhólnum eru óglöggar, fornlegar minjar, skálatóft og fleiri byggingaleifar. Borkjarnar voru teknir í tóftir og túngarð auk þess sem könnunarskurður var grafinn í skálatóftina.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.