Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSkautasegl

StaðurEgilsstaðir 1
Annað staðarheitiGamla húsið
ByggðaheitiEgilsstaðir, Vellir
Sveitarfélag 1950Egilsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiSigríður Fanney Jónsdóttir 1894-1998
NotandiSveinn Jónsson 1893-1981

Nánari upplýsingar

NúmerMA/1988-14
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð320 x 270 cm
EfniLéreft, Viður
TækniTækni,Textíltækni,Heimasaumað

Lýsing

Hvítt og ljósbrúnt. Trapisulaga. Seglið samanstendur úr tveim sívölum tréstöngum (sköftum) 204 og 210 cm á lengd. Önnur stöngin er spengd með járnhólk um 29 cm. löngum. Seglið er úr hvítu þéttu lérefti, samansett úr 5 hlutum á lengdina. Breidd efnisins hefur verið um 80 cm í stranga. Mesta haf seglsins er 320 cm að neðan. Að ofan er tæpur 1 metri milli stanganna. Seglið er margbundið við stangirnar. Með fylgir þverslá 270 cm á lengd, sívöl og mjókkar til beggja enda. Komið úr búi Sveins (f.1893, d. 1981) og Sigríðar Fanneyjar (f. 1894, d.1998).  Sveinn var góður skautamaður og notaði seglið er hann renndi sér á ís á Lagarfljótinu í góðum byr.  Ásdís dóttir hans man eftir að hafa setið á handlegg hans en með hinni hendinni hélt hann á seglinu og brunuðu þau eftir ísnum.  Eitt sinn mun Sveinn hafa rennt sér upp í Hallormsstað með seglið.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.