LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurNína Tryggvadóttir 1913-1968
VerkheitiGos
Ártal1964

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð131,5 x 105 cm
Eintak/Upplag1
EfnisinntakAbstrakt

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-1383
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturMyndstef , Nína Tryggvadóttir-Erfingjar 1913-1968

Sýningartexti

Nína Tryggvadóttir var brautryðjandi í íslenskri myndlist og fyrsti kvenkyns abstraktmálari Íslendinga, einn fárra listamanna síns tíma sem gátu starfað í alþjóðlegu samhengi og eygt von um að setja mark sitt á listastefnur líðandi stundar. Nína hélt ung til Danmerkur til náms við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn og síðar lá leið hennar til framhaldsnáms í París og New York, þar sem hún bjó um nokkurt skeið. Hún nýtti ýmsa listmiðla, málverk, klippimyndir, mósaíkmyndir og glerverk og er verk hennar að finna á söfnum víðs vegar um heim. Nína sýndi verk sín á fjölmörgum einkasýningum og samsýningum á Íslandi, í Bandaríkjunum og Evrópu. List hennar þróaðist stöðugt og endurspeglar forvitni, þar sem hugurinn er leitandi og breytingar fela í sér nýtt upphaf og nýjar leiðir í myndlistinni.

 

Nína Tryggvadóttir was a pioneer in Icelandic art, Iceland´s first female abstract painter, one of very few artists of her time who managed to work in an international context and who had the potential to impact the current art styles of her time. Nína went to Denmark at a young age to study at the Royal Danish Academy of Fine Arts and studied further in Paris and New York, where she resided for a period of time. She worked in various media including painting, collage, mosaics and glass, and her works can be found in museums around the world. Nína’s career included numerous solo exhibitions and group exhibitions in Iceland, the US and Europe. Her art was in constant development and reflected her relentless curiosity, with changes of direction signalling new ways of approaching art.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.