LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Guðný Zoëga 1969-
MyndefniFornminjar, Landslag
Nafn/Nöfn á myndBryndís Zoéga, Hjalti Pálsson 1947-, Kári Gunnarsson 1968-,
Ártal2008

ByggðaheitiKolbeinsdalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-3-28
AðalskráMynd
UndirskráEyðibyggð og afdalir Skagafjarðar III
Stærð25,4 x 20,32
GerðStafræn mynd
HöfundarétturGuðný Zoëga 1969-

Lýsing

Eyðibyggð og afdalir III. 2008.

"Bæjarstæði Bygghóls (65°46'576/18°58'765) er í 250 m hæð, um 200 metrum upp frá farvegum árinnar og á að giska 300 metrum utan og ofan við sjálfan Bygghólinn. Húsatóftir eru á gróinni og grösugri grund sem breiðir sig niður frá litlu en grónu lækjargili. Neðan við er nokkur brekka og neðan undir henni mýrlendi. Héðan er falleg sýn til beggja handa eftir dalnum. Lýsing tófta. Stærsta tóftin (65°46'576-18°58/765) er 13-14 m löng og 4,5 á breidd. Norðurhluti hennar virðist þó vera fjárhús með garða eftir miðju en sunnan þeirra eru tvær tóftir samstæðar af smáhúsum. Um það bil 10 m utan og ofan við er smáhóll með veggjartóftum óskilgreindum (65°46'575/18°58'770). Þar kann bærinn að hafa staðið. Túngarður um 65 m langur er um 40 m norðan við aðaltóftirnar, neðan frá barðsbrún upp á slétta skriðugrund og máist þar út. Ekki verður með vissu greindur túngarður annar staðar. Lækur fellur niður um 30 m utan við tungarðinn og annar lækur svipaða vegalengd sunnan við tóftirnar. Rúmum 50 m ofan við bæjartóftinar, á uppgróninni skriðugrund, er óljós grunnur að litlum fjárhúsum (65°46'610/18°58'750) með flata ofan við sem svarar til heystæðis. Hugsanlega dyljast veggjatóftir í þúfnakraga beint ofan við fyrsnefnda fjárhústóft (65°46'582/18°58'748) og sama má segja um þúfnakraga um 10 m sunnan og neðan við fjárhústóftina en þetta er þó óljóst (65°46'566/18°58'738). Upp frá dalbotninum rísa allhá börð og hæst ber þar aflangan hólhrygg. Þar sér fyrir mannaverkum á tveimur stöðum og má geta þess til að þar séu móhraukastæði og hafi verið mikil mótekja í mýrarhallinu undir barðinu sem áin hefur þó að miklu leytið sorfið burtu. Sunnan til á Bygghólnum er stjöð tóft (65°46'430/18°58'187), að því er virðist frá 19. öld. Hún er um 5x8-9 metrar á stærð, virðist tvískipt a.m.k. Líklega er þetta stekkjartóft frá búsetutímanum 1813-1824." (Byggðasaga Skagafjarðar VI. bindi, 307-308).

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.