LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Guðný Zoëga 1969-
MyndefniFornleifarannsókn, Fornminjar, Skurður

StaðurRéttarholt
ByggðaheitiBlönduhlíð
Sveitarfélag 1950Akrahreppur
Núv. sveitarfélagAkrahreppur
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-2-134
AðalskráMynd
UndirskráEyðibyggð og afdalir Skagafjarðar II
Stærð25,4 x 20,32
GerðStafræn mynd
HöfundarétturGuðný Zoëga 1969-

Lýsing

Allt frá árinu 2003 hafa Byggðasafn Skagfirðinga og Byggðasaga Skagafjarðar staðið að sameiginlegu rannsóknarverkefni sem miðast að því að skrá og rannsaka elstu byggðaleifar Skagafjarðar, með sérstaka áherslu á afdali og fjallasvæði héraðsins. Verkefnið hefur frá upphafi verið hluti af ritun Byggðasögunnar en nú hafa komið út fjögur vegleg bindi hennar. Byggðasagan er að því leyti ólík öðrum byggðasöguritum að þar er meiri áhersla á forna sögu bæjanna og rannsókn hverskyns fornleifa sem geta bætt við sögu þeirra. Í seinustu tveimur bindum Byggðasögunnar eru ítarlegir kaflar um forna byggð í inndölunum Austur- og Vesturdal og er þar fléttað saman sögulegri samantekt auk niðurstaðna fornleifakannana sem farið hafa fram á völdum stöðum. 

Fornbýlisins Risamýrar er getið í fornri heimild en nákvæm staðsetning bæjarstæðisins er óþekkt. Í IV bindi Byggðasögu Skagafjarðar (bls. 172-173) er líkur leiddar að því hvar býli þetta kann að hafa staðið. Landsvæðið norður frá Réttarholti, vestan frá Héraðsvötnum austur undir Þormóðsholtið er gríðarmikið flæmi, votlent áður en það var ræst fram að nokkru leyti, sannkölluð risamýri. Í fornbréfasafni er bréf um Risamýri frá árinu 1369 þegar Jón biskup skalli lætur úrskurða eignarrétt Hólakirkju á jörðinni Risamýri, ,,að ákölluðu Guðs nafni, amen." Ekki kemur greinilega fram hvort Risamýri hafi verið landsvæði eða eyðijörð en ofangreint fornbréf nefnir ,,jörðina Risamýri" sem skýtur stoðum undir þá skoðun að Risamýri hafi fyrrum verið bújörð en árið 1369 væntanlega komin í eyði fyrir löngu og landið gengið að hluta undir Bjarnastaði og að einhverju leyti Flugumýri. Örnefnið er ekki lengur þekkt en vart kemur annað til álita en flatlendið neðan Þormóðsholts niður að Vötnum. Taldi biskup Risamýri liggja undir stólsjörðina Flugumýri og hefði hún verið nytjuð þaðan í áratugi. Fé beitt þangað á sumrum en hrossum á vetrum í meira en 40 ár. Helst er svo að ráða að Risamýri hafi legið að Bjarnastaðalandi eða jafnvel af sumum verið álitin að hluta í þeirrar jarðar landi sem virðist þá hafa verið í eigu Magnúsar Grímssonar sem e.t.v. hefur þá búið á Bjarnastöðum. Hann fékk ,,engin andvitni í móti leidd ... til heimildar fyrir Bjarnastaði" og var Risamýri síðan dæmd undir Flugumýri (Fornbréfasafn Íslands III, 252-253). Eins og fram kemur í umfjöllun Bjarnastaða hafa þeir verið stórjörð til forna en eru ekki lengur. Verður það ekki skýrt með öðru móti, svo viðhlítandi sé, en jörðin hafi á árdaga átt land vestur að Héraðsvötnum. Svo er þó ekki raunin síðustu aldirnar. Flugumýri hefur svo lengi vitað er átt landið vestan við Þormóðsholtið, vestan núverandi þjóðvegar. Jafnframt er þess að gæta að jörðin Réttarholt var upphaflega hjáleiga, byggð út úr landi Flugumýrar. Eins og fram kemur í umfjöllun Bjarnastaða hafa þeir verið stórjörð til forna en eru ekki lengur. Verður það ekki skýrt með öðru móti, svo viðhlítandi sé, en jörðin hafi á árdaga átt land vestur að Héraðsvötnum. Svo er þó ekki raunin síðustu aldirnar. Flugumýri hefur svo lengi vitað er átt landið vestan við Þormóðsholtið, vestan núverandi þjóðvegar. Jafnframt er þess að gæta að jörðin Réttarholt var upphaflega hjáleiga, byggð út úr landi Flugumýrar. Eins og fram kemur í umfjöllun Bjarnastaða hafa þeir verið stórjörð til forna en eru ekki lengur. Verður það ekki skýrt með öðru móti, svo viðhlítandi sé, en jörðin hafi á árdaga átt land vestur að Héraðsvötnum. Svo er þó ekki raunin síðustu aldirnar. Flugumýri hefur svo lengi vitað er átt landið vestan við Þormóðsholtið, vestan núverandi þjóðvegar. Jafnframt er þess að gæta að jörðin Réttarholt var upphaflega hjáleiga, byggð út úr landi Flugumýrar. Í leit sinni að ,,jörðinni Risamýri" hefur skrásetjari [Hjalti Pálsson] staðnæmst við Skiphólinn sem um er fjallað hér að ofan. Hann er um 60 metra langur, víða nokkuð stórþýfður og eftir honum liggja fornar reiðgötur. Á hólnum er byggingasvæði, um 35 m langt og allt að 9 m breitt, a.m.k. fjórar tóftir með fárra metra millibili, þrjár þeirra greinilegar en sú ysta svolítið fráskilin. Syðsta tóftin er óglögg að veggjaskilum en ljóslega eru þar mannaverk í jörðu.” (Byggðasaga Skagafjarðar, IV bindi. bls. 172-173. )

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.