LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


Ljósmyndari/Höf.Guðný Zoëga 1969-
MyndefniFornminjar, Skurður

StaðurBorgargerði
ByggðaheitiNorðurárdalur
Sveitarfélag 1950Akrahreppur
Núv. sveitarfélagAkrahreppur
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2015-2-57
AðalskráMynd
UndirskráEyðibyggð og afdalir Skagafjarðar II
Stærð25,4 x 20,32
GerðStafræn mynd
HöfundarétturGuðný Zoëga 1969-

Lýsing

Allt frá árinu 2003 hafa Byggðasafn Skagfirðinga og Byggðasaga Skagafjarðar staðið að sameiginlegu rannsóknarverkefni sem miðast að því að skrá og rannsaka elstu byggðaleifar Skagafjarðar, með sérstaka áherslu á afdali og fjallasvæði héraðsins. Verkefnið hefur frá upphafi verið hluti af ritun Byggðasögunnar en nú hafa komið út fjögur vegleg bindi hennar. Byggðasagan er að því leyti ólík öðrum byggðasöguritum að þar er meiri áhersla á forna sögu bæjanna og rannsókn hverskyns fornleifa sem geta bætt við sögu þeirra. Í seinustu tveimur bindum Byggðasögunnar eru ítarlegir kaflar um forna byggð í inndölunum Austur- og Vesturdal og er þar fléttað saman sögulegri samantekt auk niðurstaðna fornleifakannana sem farið hafa fram á völdum stöðum. 

Í máldaga Víðivallakirkju frá 1394 segir m.a. að kirkjan eigi land í Vík og hálfa Krossteiga frammi í Norðurárdal. Árin 1804-1806 gekk landaþræta milli eiganda Víðivalla og Borgargerðis um svokallaðan Selreit í Norðurárdal. Í dómabók er ritað að „en þar eru tóftir gamlar sem virðast einhverjar aðrar tóftir en bæjartóftir og þó þær séu mjög umbreyttar af nýrri tóftum eftir Jón, sem kallaður var „meinlausi“ og lifði fram á þeirra daga, sem nú eru, sem ætlaði að byggja þar ein hýbýli, sýnist það eigi sel hafa verið. Miklu stærri tóftir fyrirkomu út í þrætulandinu þar hús Sigurðar standa hjá Vík einni er liggur út i Norðurá móts við fjárhús frá Fremri-Kotum. Þar sést og garður, sem virðist túngarður, og þar sýnist þingvitnunum efalaust bær hafi verið.“ Óglöggar leifar túngarðs og tófta fundust á ofannefndu svæði á vettvangsferðum byggðasöguritara við öflun heimilda vegna IV bindis Byggðasögunnar. Tóftirnar liggja nú í svokölluðum Úlfsstaðaparti í Norðurárdal í landi jarðarinnar Borgargerðis.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.