LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiBrúsi, óþ. notk.
Ártal1850-1895

StaðurGrímsstaðir
ByggðaheitiMeðalland
Sveitarfélag 1950Leiðvallahreppur
Núv. sveitarfélagSkaftárhreppur
SýslaV-Skaftafellsýsla (8500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiIngibjörg Sverrisdóttir 1926-2018
NotandiHalldór Hannesson 1836-1892, Ingibjörg Sverrisdóttir 1847-1934

Nánari upplýsingar

Númer2014-1081
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn A-Skaftfellinga
Stærð9 x 16 cm
EfniLeir, Málmblanda
TækniTækni,Málmsmíði

Lýsing

Miði fylgdi með gripnum, á honum stendur eftirfarandi:

Árið 1895 fluttu úr Meðallandinu hjónin Ingibjörg Sverrisdóttir og Halldór Hannesson frá Hnausum. Í ferðinni voru fjögur börn þeirra, ferðinni var stefnt austur í Skaftafellssýslu í leit að lífsafkomu. Búslóðin var bundin á 1. reiðungshest annar hestur var hafður til reiða fyrir konu og börn til skiptis. Í farangri þeirra var þessi brúsi, notaður sem engjabrúsi, hann hafði rekið á Meðallandsfjöru og verið hirtur, en hafði brotnað. Brúsinn var spengdur af Sveini föður Einars Ólafs Sveinssonar prófessors. Brúsinn hefur varðveist í eigu fjölskyldunnar, það eina úr þeirra búi.

Amma Ingibjörg var fædd á Grímsstöðum í Meðalandi 1846[1847]. Halldór maður hennar var frá Hnausum í Meðallandi.

Síðasti eigandi brúsans er Ingibjörg Sverrisdóttir, sonardóttir Ingibjargar.

Brúnn leirbrúsi, hefur brotnað á hálsinum en verið límdur saman. Spengdur með CO/AU seinna.


Sýningartexti

2. 

Nr: 2014-1081

Spengdur og límdur engjabrúsi.

Þessi engjabrúsi er kominn úr Meðallandi. Hjónin Ingibjörg Sverrisdóttir og Halldór Halldórsson fluttu hann með sér til Hafnar árið 1895. Búslóð þeirra, þessi brúsi þar með talinn, var bundinn á reiðingshest og annar hestur var hafður til reiða fyrir konu og börn til skiptis. Brúsann rak á fjöru og var hirtur brotinn, en var síðar spengdur.

2. 

Nr: 2014-1081

Spengdur og límdur engjabrúsi.

Þessi engjabrúsi er kominn úr Meðallandi. Hjónin Ingibjörg Sverrisdóttir og Halldór Halldórsson fluttu hann með sér til Hafnar árið 1895. Búslóð þeirra, þessi brúsi þar með talinn, var bundinn á reiðingshest og annar hestur var hafður til reiða fyrir konu og börn til skiptis. Brúsann rak á fjöru og var hirtur brotinn, en var síðar spengdur.

Þetta aðfang er frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar.

 

Þessi gripur er staðsettur í húsnæði Hornafjarðarsafna á Höfn. Safnkostur Hornafjarðarsafna eru gripir sem bæði eru manngerðir sem og náttúrugripir en einnig ljósmyndir og skjöl. Fjöldi skráðra gripa í SARP eru um 300 en áætlað er að allir skráðir munir verði í SARPI í framtíðinni, einnig skjöl og ljósmyndir. Sú vinna hófst í september 2015. 


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.