LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKassi, óþ. hlutv.

StaðurHali
ByggðaheitiSuðursveit
Sveitarfélag 1950Borgarhafnarhreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Hornafjörður
SýslaA-Skaftafellsýsla (7700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiSteinþór Þórðarson 1892-1981

Nánari upplýsingar

NúmerMA-314-RA/1948-329
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð12,2 x 8,3 x 6,8 cm
EfniMahóní
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Trékassi úr maghony, með renniloki. Gefandi sendi safninu með svohljóðandi bréfi sem var í stokknum ásamt steinunum: "Þessi pakki, sem eru 40 steinar að tölu, merkja tölu hliða frá Egilsstöðum í Berufjörð. Steinarnir eru taldir undir yfirsjá Guðmundar Eiríkssonar, Berufirði, og tilkvaddur vottur var Ragnar Guðmundsson, sama stað. Áhorfendur að rétt var talið geta líka vottað húsfreyjurnar í Berufirði. Pakkinn er falinn á hendur Guðmundi Eiríkssyni og hann beðinn að geyma hann á óhultum stað til minningar um þetta framtak mitt. Milli hliða eru eftir steinatölu 3,4 km. Berufirði 23/6 1954. Steinþór Þórðarson frá Hala".

Eins og bréfið gefur til kynna var Steinþór á ferð frá Egilsstöðum á Héraði suður í Suðursveit og tók stein af götu við hvert hlið sem hann þurfti að ljúka upp á leið sinni í Berufjörð. Merk heimild í sjálfu sér um fjárgirðingarhlið bænda á þessum tíma.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.