Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiTunnumerki, peningur v/síldarvinnu
Ártal1983-1990

Sveitarfélag 1950Eskifjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagFjarðabyggð
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiFreyr Jóhannesson 1941-

Nánari upplýsingar

NúmerSÍ/2014-91-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð3 x 3,1 x 0,12 cm
EfniÁl

Lýsing

Tunnumerki söltunarstöðvarinnar Þórs hf., Eskifirði. Stöðin hóf rekstur árið 1983 og var síðast saltað á henni árið 1990 (Hreinn Ragnarsson, 2007, 345, og Starfsemi Síldarútvegsnefndar, 1960-1998, 495).

Merkið er úr áli, er rauðmálað og í það er slegið "Þór".

Tunnumerki, söltunarmerki. Lítil plata úr málmi eða öðru efni, líkist oft mynt. Yfirleitt merkt því fyrirtæki sem gaf það út. Tunnumerki giltu sem ávísun á opinberan gjaldmiðil, fyrir vinnu í  þágu fyrirtækisins, í þessu tilfelli fyrir söltun og niðurlögn á síld í tunnu. Orðin tunnumerki eða söltunarmerki finnast ekki í Orðabók Háskóla Íslands. Tunnumerki voru notuð á Íslandi á árunum 1920-1990, en ekki er útilokað að notkun þeirra hafi átt sér stað fyrr (Freyr Jóhannesson, 2006, 3).


Heimildir

Freyr Jóhannesson. (2006). Íslensk tunnumerki.

Hreinn Ragnarsson. (2007). Söltunarstaðir á 20. öld. Í Benedikt Sigurðsson o.fl., Silfur hafsins. Gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga. Reykjavík: Nesútgáfan.

Starfsemi Síldarútvegsnefndar 1960-1998. Reykjavík: Síldarútvegsnefnd.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Síldarminjasafns Íslands. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt gripum og munum sem snerta líf hins dæmigerða íbúa í síldarbænum Siglufirði. Safnkosturinn er gríðarlega stór og má ætla að rúmlega helmingur hans sé skráður í aðfangabækur og spjaldaskrár en stór hluti er enn óskráður.


Síldarminjasafnið hefur haft aðild að Sarpi frá árinu 2012 og vinnur markvisst að skráningu safneignar


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.