Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiBátslíkan
TitillDrangur EA 210

StaðurKlapparstígur 13
ByggðaheitiNjarðvíkur
Sveitarfélag 1950Njarðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagReykjanesbær
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiGrímur Karlsson
GefandiFélag áhugamanna um Bátasafn Gríms Karlssonar
NotandiGrímur Karlsson 1935-2017

Nánari upplýsingar

Númer2008-10
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn Munaskrá
Stærð111 x 21,5 x 62 cm
EfniViður
TækniTækni,Trésmíði,Líkanasmíði

Lýsing

Líkan af bátnum Drangur EA 210 smíðað af Grími Karlssyni

Drangur EA 210 var smíðaður í Noregi árið 1902 úr stáli. 74 brl. 110 ha 2ja þjöppu gufuvél. Báturinn hét Olaf EA 210 árið 1934. Stækkaður 1930. Eigendur 7. júní 1934 voru Guðmundur og Jón Guðmundssynir, Akureyri. 21. sept 1943 var eigandinn Hlutafélagið Mars, Hrísey. Þá hét báturinn Eldey EA 210. Eigandi bátsins 15. nóv 1945 var Steindór Jónsson, Akureyri. Þá hét báturinn Drangur EA 210. Steindór hafði hafði skipið í póstferðum um Eyjafjörð, Tröllaskagahafnir og Grímsey. Árið 1946 var sett 200 ha Kahlen vél í skipið. Það var selt til niðurrifs og tekið af skrá 8. júlí 1960 og er í dag ber skrokkurinn uppi bryggjudekkið fyrir smábátahöfnina á Akureyri.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson

Drangur EA 210 var byggður í Þrándheimi 1902. Hann var 63 rúmlestir en 1930 var hann stækkaður og mældist þá 74 rúmlestir. Skipið hét í upphafi Olaf. Molden Knutsen í Álasundi seldi Olaf til íslands laust eftir 1930. Júlí 1935, eigendur eru Guðmundur Guðmundsson og Jón Guðmundsson. 21. september 1943, eigandi er Mars h/f Hrísey, skipið hét þá Eldey EA 210. 15. nóvember 1945, eigandi er Steindór Jónsson, skipið hét Drangur EA 210. Drangur var í póstferðum fjölda ára um Eyjafjarðasvæðið, Tröllaskagahafnir og Grímsey. Skipstjórar voru Steindór Jónsson og Guðbjartur Snæbjörnsson. Dugnaður þessa litla skips og farsæld var hreint ótrúleg, hann sleppti helst aldrei ferð vegna veðurs en hlekktist samt aldrei á að ég best veit. Þegar Drangur kom til Siglufjarðar þar sem ég átti heima, öskraði hann alltaf í miðjum firðinum með sinni einstöku flautu sem ekkert annað skip mér kunnugt hefur haft og alltaf tók Siglufjörður undir kveðju skipsins og bauð það velkomið með begmáli fjallanna. Stundum þegar Drangur kom til Siglufjarðar í vondum veðrum, var því hvíslað að ýmiss botngróður og jafnvel smámöl hefðu verið verið á þilfarinu. Þá hlýtur að hafa verið hálfófær fjarðarkjafturinn, en alltaf slapp Drangur. Í áhöfn þessa skips hafa verið afburðar sjómenn og dugnaðarforkar og hefur það ábyggilega haft sitt að segja. Drangur þjónaði norðlendingum vel og lengi og í dag ber skrokkurinn uppi bryggjudekkið í höfn fyrir smábáta á Akureyri. Segja má að hann sé eftir mætti ennþá að í sinni síðustu heimabyggð, nú á tíræðisaldri. Grímur Karlsson. Heimildir: Íslensk skip eftir Jón Björnsson, Iðunn 1990, Skipsjórar og skip, Skuggsjá h/f 1971, Sérprent úr Skagfirðingabók 15, Rvík 1986.

Kallmerki TFJG, skipskrárnúmer óþekkt.


Heimildir

Jón Björnsson, íslensk skip

Þetta aðfang er í Byggðasafni Reykjanesbæjar.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.