Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSkrín, skráð e. hlutv., Úrfesti
Ártal1870

StaðurGrófargerði
ByggðaheitiVellir
Sveitarfélag 1950Vallahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiAlfreð Eymundsson 1922-2000
NotandiÞórunn Bjarnadóttir 1863-1949

Nánari upplýsingar

NúmerMA/1996-130
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð67 x 0,2 cm
EfniMannshár
TækniTækni,Flétta

Lýsing

Kastaníubrún úrfesti brugðin úr mannshári með gylltri lykkju og hluta úr lás. Festin hefur varðveist mjög vel og er sem ný að sjá. Hún er í dökkbrúnni spónaöskju með stjörnu og smá snúð á loki. Hárið hefur verið brugðið í óslitna 134 cm. Úrfestin er unnin úr hári af ömmu gefanda, Þórunni Bjarnadóttur frá Freyshólum í Vallahreppi (f.28.12.1863 d.02.07.1949). Þórunn mun þá hafa verið innan við tíu ára aldur á árunum 1870-72. Að sögn gefanda var festin gerð í Noregi. Verslun á Seyðisfirði hafði umboð og sendi út hár. Helga Bjarnadóttir, hálfsystir Þórunnar, húsfreyja á Gunnlaugsstöðum klippti systur sína og sá um að koma hárinu til Seyðisfjarðar. Festin hefur verið í meðfylgjandi öskju sem gerð er úr birkiberki,  svo lengi sem Alfreð man og hann telur líklegt að upprunalega hafi hún komið í öskjunni.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.