Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiReipi
TitillReipi

LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer4150
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn Borgarfjarðar

Lýsing

Reipi 2 stk.   Á öðru reipinu eru töglin úr togi, hinu úr hrosshári. Á togreipinu er silinn úr hampfléttu, á hrosshársreipinu úr mjóum hampkaðli. Hagldirnar eru með brennimarki Snorra, bónda.

Halldór J. Jónsson afhenti, 7/8 1988.

Munir nr. 4109 til 4156 eru frá Laxfossi í Stafholtstungum, nema annað sé tekið fram. Þeir voru í eigu Snorra Þorsteinssonar (1853-1932), Guðrúnar Sigurðardóttur (1858-1954) og barna þeirra, er bjuggu á Laxfossi, en þau voru Elísabet (1894-1986), Jón (1896-1989) og Kristín (1888-1981). Snorri og Guðrún tóku við búi á Laxfossi 1887, en Jón bjó þar eftir að móðir hans hætti búskap. Hann bjó til 1981, en þá fór jörðin í eyði.  

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem eru fimm söfn. Sjá nánar á www.safnahus.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.