Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar


Landfræðileg staðsetning


HeitiGyllingaráhöld, + hlutv.

StaðurHöfn
ByggðaheitiBorgarfjörður eystri
Sveitarfélag 1950Borgarfjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagBorgarfjarðarhreppur, Múlaþing
SýslaN-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiMagnús Þorsteinsson 1872-1956

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2009-60
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá

Lýsing

Tíu stk. ýmissa gyllingarverkfæra og efna sem Magnús Þorsteinsson í Höfn kom með, sem afi hans og alnafni hafði átt. Sá Magnús hafði lánað Sigurjóni Stefánssyni,Vatndalsgerði í Vopnafirði þessa hluti en þeir komu aftur í Höfn þegar Sigurjón dó.

- MA-2009-60-a, er gullhnífur sem er úr messingi með beinskafti. Á skaftinu eru ristar tvær línur sem enda í hringjum á báðum endum skaftsins. Hnífurinn er í slíðri sem er úr einskonar tau-pappa með blómamunstri, en oddurinn er úr svörtum pappa og endar í oddi. Hnífurinn er 24 cm á lengd og blaðið 2,8 cm á breidd.
- MA-2009-60-b og c:  Tveir striklar (fileter). Eru notaðir til að gylla endalínur. B er 17 cm langur og með 9,8 cm langan bogadregin haus en C er 14 cm á lengd og hausinn 9,5 cm.
- MA-2009-60d: Áhald (sem skrásetjari veit ekki nafnið á) - 29,5 cm á lengd með brúnu skafti en fram úr því er íbjúgur armur með hjóli á endanum sem er með rauf í. Líklega til að gera rendur á kili.
- MA-2009-60e: Leturtöng sem er 20 cm á lengd og hausinn 16 cm langur.
- MA-2009-60f: leturtöng sem er 20 cm löng og hausinn er 9,5 cm.
- MA-2009-60g: Er einn trékassi, brúnn með renniloki sem er 24,5 x 14,5 cm og er fullur af leturstöfum og tveir plastkassar 10 x 3 cm að auki sem eru fullir af letri.
- MA-2009-60h: Þykk pappaspjöld sem inn á milli eru blaðgullsþynnur
- MA-2009-60i: Lítil umslög sem eru full af blaðgullsþynnum og á umslögunum stendur "Geo.M. Whiley ltd. Gold & silver beaters. Gold Powder all shades in gold leaf . Gold & silver foil. Wictoria Road, Ruislip, Middlesex". Á umslaginu er mynd af tveimur körlum sem standa við steðja. Á umslagið er skrifað með blýanti "13,50" sem líklega hefur verið verðið. Stærð þess er 9x9 cm.
- MA-2009-60k. Hvítt umslag með rauðum og bláum kanti og frímerkt með Heklufrímerki. 1. kr. - líklega stimplað 1950. Á því stendur "Sigurjón Stefánsson Vatnsgerði Vopnafirði. N-Múlasýslu" og aftan á "Einar Helgason Hofteigi 26 Reykjavík". Inn í þessu umslagi er annað brúnt umslag með ljósbrúnu dufti og á umslaginu stendur "Því miður er þetta ófáanlegt svo að þú verður að halda spart á. Það er bezt að nota bómull eða mjúka tusku til að bera duftið á með, blása svo á það og marka fyrir línum og letri með renningi. Kær kveðja Einar".

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.