Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiKassi, óþ. hlutv.

StaðurHeykollsstaðir
ByggðaheitiHróarstunga
Sveitarfélag 1950Hróarstunguhreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað, Múlaþing
SýslaN-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiRíkarður Rebekk Jónsson
GefandiSveinn Ingimar Björnsson 1930-2011

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2003-178
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð28 x 19 x 12 cm
EfniViður
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Spilakassi úr viði úr Hallormsstaðaskógi. Einar í Fjallsseli og Gísli í Skógargerði, spilafélagar Sveins í áratugi, afhentu safninu. Þeir þrír hittust á afmælum sínum og spiluðu í nokkra daga. Vísan innan í lokinu eftir Gísla. Notaður undir peningaboxin sem fylgja lomberspili. Ríkharður Jónsson gerði. Áletrað S.B. Kassinn var í eigu Sveins Bjarnasonar, fósturföður gefanda, frá Heykollsstöðum í Hróarstungu. Hann var bóndi og oddviti, fæddur á Hafrafelli 12. nóvember 1879. Útskrifaðist frá Möðruvallaskóla árið 1900. Hann og faðir hans fluttu frá Möðruvöllum að Hreiðarsstöðum í Fellum, bjuggu þar þangað til faðir hans dó 1904. Þá flytur Sveinn að Staffelli 1905 og er þar húsmaður þangað til hann kaupir Heykollsstaði og flytur þangað 1908. Er bóndi þar til 1965. Kvænist Ingibjörg Halldórsdóttur frá Hallfreðarstöðum árið 1916.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.