Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
MyndefniKennari, Skólastjóri
Nafn/Nöfn á myndSigurbjörg Helgadóttir Stefánsson 1897-
Ártal1930-1940

LandKanada

Nánari upplýsingar

NúmerSTÆ1-8415
AðalskráMynd
UndirskráStæ.1
GerðSvart/hvít pósitíf

Lýsing

Sigurbjörg H. Stefánsson f, 1897, Lauk barnaskólanámi á 27 mánuðum í Norðra og Wynyard skólum og var tvö ár í miðskóla í Wynyard, Sask. Stundaði nám við Wesley College, Winnipeg, á árunum 1916-20. og lauk B.A. prófi frá Manitobaháskóla 1920. Lauk kennaraprófi fyrir miðskólakennslu1925 á þrem misserum og sérstöku frönsku prófi við Manitobaháskóla 1957 og hlaut ýmsa námsstyrki og gullmedalíur fyrir námsafrek. Barnakennari í Carrick, Man., sumarið 1918. Miðskólakennari Lundar, Man., frá jan., 1921 til júní 1923. Miðskólakennari að Gimli 1923-62. Hefur lengst af verið aðstoðarskólastjóri, bæði á Lundar og Gimli. Hún kenndi einkum tumgumál: frönsku, latínu, íslensku og ensku. Félagi í Women´s Institute og Þjóðfélagsræknideildinni Gimli. Ævifélagi í Manitoba Women´s Institute 1957 og í Manitoba Educatinal Association.


Heimildir

Vestur Íslenzkar æviskrár, útgefin á Akureyri 1961. Höfundur Séra Benjamín Kristjánsson.

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.