LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiMyllukarl

StaðurÁs 1
ByggðaheitiFell
Sveitarfélag 1950Fellahreppur N-Múl.
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaN-Múlasýsla
LandÍsland

GefandiHelgi Hallgrímsson 1935-

Nánari upplýsingar

NúmerMA-512/1995-77
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð54 x 17 x 57,5 cm
EfniViður
TækniHeimasmíðað

Lýsing

Hluti af myllukarli, mjög fúinn og farinn að láta á sjá. Heillegi endinn ryðlitaður sem bendir til að járnhólkur hafi verið um endann. Renndar grópar
eru 19 sm frá heillega endanum. Þetta er líklega efri endi af myllukarlinum. Myllukarlinn, þ.e.a.s. ásinn, sneri myllusteininum en á hann voru festir spaðar sem vatnsbununni var beint að. Vatnskarlar (myllu) voru lóðréttir í íslenskum myllum og voru flestir við efri myllusteininn sem snerist með, en neðri steinninn var fastur. Myllukarlinn fannst við Þverá stutt fyrir utan Ássel í landi Áss í Fellum en þar eru minjar um gamla kornmyllu. Í Búkollu segir að myllan hafi verið í notkun fram undir 1910. Helgi Hallgrímsson fann myllukarlinn í myllutóftinni 2. júlí 1989. Að sögn Helga er til mynd af myllukarlinum frá því um 1970 og hann þá mun heillegri.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.