LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiDúkkuvagn, Leikfang
Ártal1930

StaðurHánefsstaðir
ByggðaheitiSeyðisfjörður
Sveitarfélag 1950Seyðisfjarðarhreppur
Núv. sveitarfélagSeyðisfjarðarkaupstaður
SýslaN-Múlasýsla
LandÍsland

GefandiJón Sigurðsson 1932-2019, Svanbjörg Sigurðardóttir 1935-

Nánari upplýsingar

NúmerMA/1997-1075
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð4,3 x 58 x 50 cm
EfniViður
TækniTrésmíði

Lýsing

Fallegur dúkkuvagn úr tré. Hann er allur grænmálaður, nema drapplitur á hliðum. Á sitthvora hliðina er málað landslag, annars vegar fjöll, sjór og víkingaskip á sjónum, og hins vegar vatn og fjöll. Á skerminn er málað blómamynstur og handfangið er svartmálað. Svarta málningin á handfanginu og sú græna á skermi er komin til seinna.

Vagninn var upphaflega í eigu Sigríðar Þormar, fædd 1924. Hún fórst 19 ára gömul með Goðafossi. Faðir hennar var Páll Þormar, efnaður kaupmaður á Norðfirði. Kona Páls var Sigfríð Þormar. Vagninn var síðar sendur gefanda, Svanbjörgu Sigurðardóttur, ásamt fleiri leikföngum. 

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.